Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   sun 12. apríl 2020 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex um lætin í október: Ég tók utan um einn og hann reiddist
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þann 15. október á síðasta ári vann Íslenska U21 árs landsliðið góðan 1-0 heimasigur á Írum í undankeppni fyrir EM2021. Leikið var í Víkinni og skoraði Sveinn Aron Guðjohnsen eina mark leiksins en hann skoraði úr vítaspyrnu.

Eftir leik varð mikill hiti á vellinum, Írar voru í sárum og þeir íslensku kampakátir.

Alex Þór Hauksson var valinn maður leiksins af fréttaritara Fótbolta.net og hafði hann þetta að segja um hitann í leiknum og eftir leik:

„Það voru mikil læti í þessum leik og Írarnir með sjálfstraustið hátt upp eftir að hafa verið ósigraði fyrir leikinn. Við vorum þvílíkt sáttir í leikslok að hafa siglt þessu heim og brjáluð fagnaðarlæti."

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 árs liðsins var einnig spurður út í lætin eftir leik.

„Það var einhver smá hiti þarna. Meira að segja Halldór markmannsþjálfari var byrjaður að koma í fæting," sagði Arnar og tók undir orð Alex um að Írarnir hefðu verið hátt uppi með sitt sjálfstraust.

Fréttaritari fór í þessa upprifjun á látunum eftir leik vegna svars Jóns Dags Þorsteinssonar í 'Hinni hliðinni' í upphafi þessa mánaðar þar sem hann segir Alex hafa verið upphafsmann látanna.

„Eftir sigur á moti Norður Írum í U21, þá kom mikill æsingur á milli liða, ekki margir sem vita það en Alex Hauksson byrjaði það allt saman. Hann er ekki svo ljúfur eftir allt saman," segir Jón Dagur þegar hann rifjar upp skemmtilegt atvik á ferlinum.

Fréttaritari hafði samband við Alex í vikunni og bað hann um að rifja upp atburðarásina eftir leik.

„Þetta var hörkuleikur og við unnum mikilvægan 1-0 sigur sem þeir voru ekkert alltof ánægðir með." sagði Alex við Fótbolta.net.

„Það hafði verið smá orrahríð sem við stóðum af okkur í lok leiksins og þegar dómarinn flautaði leikinn af var aðeins verið að skiptast á orðum."

„Ég tek utan um einn þeirra og bið hann að hætta sem hann tekur illa í og verður reiður. Jón Dagur, captain leader legend, var ekki lengi að koma sínum manni til hjálpar og allt í einu brýst út mikill æsingur og þurfti að stíga á milli manna. Það róaðist nú á endanum og við fórum inn í klefa og fögnuðum góðum sigri,"
sagði Alex.

Hér að neðan má sjá umfjöllun um leikinn úr fréttatíma Stöð 2 og þar fyrir neðan greinar sem tengjast leiknum í október.



Tengdar greinar:
Myndaveisla: U21 vann Íra
Arnar Viðars: Hef meira vit í þjálfunarfræðum en einhver umboðsmaður
Undankeppni EM U21: Glæsilegur íslenskur sigur gegn Írlandi
Þjálfari U21 Íra svekktur eftir tapið á Íslandi: Þetta var farsi
Alex Þór: Unnum fáránlega vel fyrir hvern annan
Hin hliðin - Jón Dagur Þorsteinsson (AGF)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner