Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   þri 07. maí 2024 11:06
Elvar Geir Magnússon
Óvænt nafn bankar á ensku landsliðsdyrnar
Miðjumaðurinn tvítugi Adam Wharton hefur staðið sig virkilega vel með Crystal Palace síðan hann var keyptur frá Blackburn Rovers á lokadegi janúargluggans.

Hann sýndi hvað í honum býr þegar Palace rúllaði yfir Manchester United 4-0 í gær. Hann átti margar frábærar sendingar og var öflugur í varnarvinnunni.

„Hann staðsetur sig frábærlega, sérstaklega miðað við ungan aldur. Hann veit nákvæmlega hvar hann á að vera á vellinum og hvenær á að koma boltanum á samherja," segir Charlotte Coates hjá BBC.

Wharton hefur reynst Palace frábær viðbót en liðið hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Hann átti glæsilega og hárnákvæma sendingu á Jochim Andersen sem lagði upp mark fyrir Tyrick Mitchell í leiknum í gær.

„Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands var meðal áhorfenda í London og það styttist í að æfingahópurinn fyrir EM 2024 verði valinn. Gæti óvænt val verið í kortunum?"
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 2 2 0 0 6 0 +6 6
2 Tottenham 2 2 0 0 5 0 +5 6
3 Liverpool 2 2 0 0 7 4 +3 6
4 Chelsea 2 1 1 0 5 1 +4 4
5 Nott. Forest 2 1 1 0 4 2 +2 4
6 Man City 2 1 0 1 4 2 +2 3
7 Sunderland 2 1 0 1 3 2 +1 3
8 Everton 2 1 0 1 2 1 +1 3
9 Bournemouth 2 1 0 1 3 4 -1 3
10 Brentford 2 1 0 1 2 3 -1 3
11 Burnley 2 1 0 1 2 3 -1 3
12 Leeds 2 1 0 1 1 5 -4 3
13 Fulham 2 0 2 0 2 2 0 2
14 Crystal Palace 2 0 2 0 1 1 0 2
15 Newcastle 2 0 1 1 2 3 -1 1
16 Man Utd 2 0 1 1 1 2 -1 1
17 Aston Villa 2 0 1 1 0 1 -1 1
18 Brighton 2 0 1 1 1 3 -2 1
19 Wolves 2 0 0 2 0 5 -5 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner