Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 07. maí 2024 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho segir vinum sínum að hann myndi „labba aftur til Manchester"
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er sagður gríðarlega spenntur fyrir þeirri hugmynd að taka aftur við Manchester United ef það tækifæri myndi bjóðast.

Fjallað er um það á staðarmiðlinum Manchester Evening News að Mourinho hafi sagt vinum sínum frá því að hann myndi „labba aftur til Manchester" til að fá starfið.

Mourinho er vinur Sir Jim Ratcliffe, sem keypti nýverið hlut í United, en hann er samt sem áður ekki að búast við því að sitt gamla félag muni hringja.

Man Utd tapaði 4-0 gegn Crystal Palace í gærkvöldi og starf Erik ten Hag hangir á bláþræði.

Mourinho stýrði Man Utd í tvö og hálft ár, frá 2016 til 2018. Undir hans stjórn vann liðið þrjá titla; Samfélagsskjöldinn, FA-bikarinn og Evrópudeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner