Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 14. mars 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rob Edwards: Auðvitað verð ég að taka ábyrgð
Mynd: EPA

Luton tapaði gegn Bournemouth í ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni í gær.


Luton var með 3-0 forystu í hálfleik en Bournemouth kom til baka og vann leikinn 4-3 þar sem Dominic Solanke kom liðinu af stað en Antoine Semenyo skoraði tvö mörk og tryggði liðinu sigur.

„Við komumst í 3-0, svo gáfum við þeim hvatnignu. Þeir eru með mikil gæði, sérstaklega einn á einn og við vörðumst ekki nægilega vel gegn því. Maður sá líkindi í öllum mörkunum," sagði Rob Edwards stjóri Luton eftir leikinn.

„Við verðum að læra að verjast á lykilaugnablikum. Við verðum að fara yfir leikinn aftur. Auðvitað verð ég að taka ábyrgð á þessu."


Athugasemdir
banner
banner
banner