Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fös 17. apríl 2020 10:21
Elvar Geir Magnússon
Leeds goðsögnin Norman Hunter látinn af völdum veirunnar
Norman Hunter
Norman Hunter
Mynd: Getty Images
Leeds United goðsögnin Norman Hunter lést á sjúkrahúsi, 76 ára að aldri, eftir að hafa smitast af kórónaveirunni.

Hunter var varnarmaður sem var harður í horn að taka og lykilmaður á mestu velgengnisárum Leeds.

Hann vann tvo Englandsmeistaratitla á Elland Road og var í leikmannahópi Englands sem vann HM 1966, hann lék þó ekkert á mótinu.

Hunter var lagður inn á sjúkrahús 10. apríl eftir að hafa greinst með veiruna.

Hunter gekk í raðir Leeds þegar hann var 15 ára gamall og lék 726 leiki í öllum keppnum fyrir félagið.


Athugasemdir
banner
banner