Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mán 17. ágúst 2020 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Teitur hefði ekki mátt spila í Evrópukeppninni - „Snýst aðallega um meistaraflokksmínútur"
Teitur í leik með U19 á liðinni leiktíð.
Teitur í leik með U19 á liðinni leiktíð.
Mynd: OB (Twitter)
Teitur samdi við OB Síðasta sumar.
Teitur samdi við OB Síðasta sumar.
Mynd: Heimasíða OB
Teitur er FH-ingur. Hann var að láni hjá Þrótti í 1. deildinni seinni hluta sumarsins 2018.
Teitur er FH-ingur. Hann var að láni hjá Þrótti í 1. deildinni seinni hluta sumarsins 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Teitur spilar oftast í miðverðinum. Mynd frá U19 landsliðsæfingu síðasta haust.
Teitur spilar oftast í miðverðinum. Mynd frá U19 landsliðsæfingu síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Teitur Magnússon, sem æfði upp yngri flokkana hjá FH, varð í byrjun júlí danskur meistari með U19 ára liði OB. Mótinu lauk óvenju seint vegna heimsfaraldursins en það hafðist þó að ljúka því.

Skömmu eftir að OB landaði titlinum var tilkynnt um að Teitur færi á lán til Middelfart sem leikur í dönsku C-deildinni. Fótbolti.net hafði samband við Teit á dögunum og spurði út í félagaskiptin og stitthvað fleira.

Sjá einnig:
Teitur: Systur mínar vissar um að Miley var að reyna við mig (2. júní '20)

Á að vera í framlínunni að eigin sögn
Teitur er fæddur árið 2001 og á að baki 20 unglingalandsleiki. Hvaða stöður getur hann leyst á vellinum?

„Ég spila aðallega sem miðvörður en hef stundum spilað bakvörð. Vil nú meina að ég eigi að vera frammi en það verður bara að bíða betri tíma," sagði Teitur.

Fyrsti titillinn hjá OB í 29 ár
Hvernig var tímabilið með U19 hjá OB? Var Teitur

„Öðruvísi en mjög skemmtilegt tímabil þar sem ég lék alla leikina nema tvo og það vegna meiðsla."

„Eftir u.þ.b. tveggja mánaða pásu út af covid var tímabilið klárað með þeim hætti að sex efstu liðin á þeim tímapunkti spiluðu um titilinn. Við höfðum þrjú stig í forskot enda efstir í deildinni og gengið mjög vel fyrir covid."

„Síðasti leikurinn varð svo hreinn og klár úrslitaleikur gegn Nordsjælland sem við unnum 3:1. Það var gott að landa þessum titli og þetta var fyrsti titill U19 liðsins hjá OB í 29 ár þannig að þessu var vel fagnað."


Prófaðir einu sinni í viku og engir áhorfendur
Hvernig var hlutunum háttað eftri að boltinn fór að rúlla aftur?

„Við þurftum að framfylgja ákveðnum reglum, búningsklefanum var eiginlega slaufað og það var 'covid test' einu sinni í viku. Áhorfendur máttu ekki koma á völlinn en það stoppaði samt ekki fólk sem mætti á síðastaleikinn og horfðu fyrir utan girðingu."

Vildi fara í meistaraflokksumhverfi og fá meistaraflokksmínútur
Hvernig kom það til að Teitur ákveður að fara til Middelfart?

„Þetta kom upp á borð eftir Covid pásuna. Mér leist vel að fara alveg inn í meistaraflokks umhverfi og fá meistaraflokks mínútur."

Hefði ekki mátt spila í Evrópukeppninni
Sem danskur meistari verður OB í Evrópukeppni á komandi leiktíð. Heillaði ekkert að fara í Evrópukeppnina (UEFA Youth League) með OB?

„Jú auðvitað heillaði það en ég mátti ekki spila þar vegna þess ég var ekki búinn að vera í liðinu í ákveðinn tíma, eða tvö ár. Ég æfi áfram með hópnum [OB] auk þess að æfa og spila með Middelfart."

Teitur gekk í raðir OB í júní í fyrra. Hefur sú staðreynd að hann má ekki spila með í Evrópukeppninni áhrif á að hann fari að láni til Middelfart?

„Að sjálfsögðu hefur það áhrif. Það hefði verið mjög góð reynsla að fá leiki þar en aðallega snýst þetta um meistaraflokksmínútur."

Hvernig gekk Middelfart á liðinni leiktíð?

„Þetta er lið í 2. deild sem var á síðasta tímabili í toppbaráttunni."

Að lokum, getur Teitur búið áfram á sama stað eða þarf hann að flytja?

„Ég verð áfram á sama stað, Middelfart er ekki það langt frá Óðinsvéum. Ég er með bíl núna þannig maður keyrir þetta bara," sagði Teitur að lokum.

Tímabilið í dönsku 2. deildinni hefst dagana 28. og 29. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner