Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 21. mars 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Held meira með Völsungi en ég er orðinn mjög mikill Víkingur"
Kynntur sem leikmaður SönderjyskE í lok janúar.
Kynntur sem leikmaður SönderjyskE í lok janúar.
Mynd: SönderjyskE
Atli í leik gegn AGF.
Atli í leik gegn AGF.
Mynd: SönderjyskE
Uppalinn í Völsungi
Uppalinn í Völsungi
Mynd: Heimasíða Völsungs
Tvöfaldur meistari í fyrra.
Tvöfaldur meistari í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Vinstri bakvörðurinn átti frábært tímabil í fyrra.
Vinstri bakvörðurinn átti frábært tímabil í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Atla Barkarson í gær. Tilefnið var landliðsvalið á föstudaginn en Atli var valinn í A-landsliðið í annað sinn á ferlinum.

Sjá einnig:
Bjóst alveg við því að vera valinn - „Lít á þetta sem uppskeru"

Í janúar var hann keyptur til SönderjyskE frá Víkingi þar sem hann hafði verið í tvö ár.

Ræddi við Grétar Rafn og fyrrum leikmenn danska félagsins
„Þetta tók smá tíma, ég frétti af áhuga og vissi að þeir voru búnir að leggja inn tilboð og slíkt. Ég tók þá fund með yfirmanni íþróttamála og þjálfara SönderjyskE á Zoom. Ég ræddi við þá hvernig þeir sæu þetta fyrir sér, hvernig planið þeirra væri fyrir mig og það tók alveg smá tíma í kjölfarið. Ég fór í kjölfarið í landsliðsverkefnið til Tyrklands og þetta var svona að gerast þá og kláraðist svo gott sem þar. Á þeim tíma voru nokkur lið búin að sýna mér áhuga og maður var að pæla í þessu öllu. Ég talaði við Ólaf Inga Skúla, Hadda Jónasar, smá við Sölva og talaði síðan við Grétar Rafn úti í Tyrklandi. Ég hugsaði þetta og komst að þeirr niðurstöðu að þetta væri rétt skref."

„Auðvitað er staðan sem liðið er í smá erfið en ég lít á þetta sem gott skref og vonandi fæ ég að spila meira. Það er það eina sem skiptir máli eiginlega."


Þú nefnir Grétar Rafn, af hverju talaðiru við hann frekar en einhvern annan?

„Grétar Rafn var með landsliðinu í þessari ferð í Tyrklandi og hann sagði að hann væri opinn fyrir því að spjalla við okkur. Ég nýtti mér það, spjallaði við hann og bað hann um ráð. Hann er gríðarlega reynslumikill og hefur bæði spilað og unnið á „toppleveli". Hann er ótrúlega flottur náungi og hrikalega gaman að spjalla við hann. Hann sagði mér hvað sér fyndist og við hverju maður mætti búast úti. Þetta var bara til þess að fá fleiri vinkla."

Vildu ekki eyðileggja fyrir
Atli hafði verið orðaður við norska félagið Vålerenga á síðasta ári en það voru fleiri félög sem sýndu áhuga. Varstu kominn í alvöru viðræður við önnur félög þegar SönderjyskE kom upp?

„Nei, í rauninni ekki. Eftir að SönderjyskE sýndi áhuga þá ákváðum ég og umboðsmaðurinn að fara ekki og tala við aðra heldur sjá hvort SönderjyskE myndi ganga upp - mér leist það vel á félagið. Ef svo það hefði ekki gengið upp þá myndum við tala við hin félögin sem höfðu áhuga. Við vildum ekki eyðileggja fyrir með því að tala við aðra aðila á meðan."

Hjá SönderjyskE spilar Kristófer Ingi Kristinsson. Ræddiru við hann áður en þú fórst út?

„Já, ég talaði við hann. Við ræddum aðeins saman. Hann var mjög jákvæður á þetta, það var nýr þjálfari tekinn við og Kristófer var jákvæður á framhaldið."

Erfitt en þurfti að taka næsta skref
Var erfitt að fara frá Víkingi?

„Já, það var erfitt. Þú sérð hvernig þeim gengur núna, það er allt á uppleið og hefur verið síðan fyrir tímabilið í fyrra. Arnar er mjög flottur og öll umgjörðin er orðin mjög flott hjá þeim í Víkingi. Kári er kominn í alvöru starf, Sölvi orðinn aðstoðarþjálfari, liðið spilar skemmtilegan fótbolta og Evrópuleikir í sumar. Auðvitað er erfitt að fara frá Víkingi, ég er búinn að horfa á örugglega alla leiki sem liðið hefur spilað síðan ég fór en maður þarf að taka næsta skref og þetta er það sem mig hefur langað og dreymt um alla ævi. Það er því bara áfram gakk."

Sjá einnig:
Gott skref að fara til SönderjyskE - Þekkir vel að búa í litlum bæ

Heldur meira með Völsungi en er orðinn mikill Víkingur
Atli er uppalinn hjá Völsungi, fór til Norwich árið 2017 og spilaði svo í tvö ár með Víkingi áður en hann fór út. Hvort ertu meiri Völsungur eða Víkingur?

„Ég held meira með Völsungi en ég er orðinn mjög mikill Víkingur, það mikill að það kom mér eiginlega á óvart. Ég var þarna í tvö ár og leið hrikalega vel, hrikalega góður tími og allir hugsuðu vel um mig."

Þú átt nokkra öfluga stuðningsmenn sem láta vita af þér þegar þú gerir góða hluti, Húsvíkingar sem styðja við bakið á þér á samfélagsmiðlum. Hvernig er að hafa slíka talsmenn?

„Það er bara hrikalega gaman. Þetta er mikilvægt, að hafa menn sem hafa mikla trúa á manni og vilja manni vel. Þetta eru bara góðir vinir mínir sem eru líka kannski aðeins að fíflast. Ég segi oft við þá hvað ég er þakklátur að hafa þá og þegar það gengur ekki alveg nógu vel þá getur maður alltaf spjallað við þá og þannig. Það er hrikalega gott að hafa svona bakland."

Erfið staða en hefur fulla trú á að liðið geti haldið sér uppi
Að lokum, nú er búið að skipta upp dönsku deildinni og þið þurfið að vinna einhver átta stig á liðið í þriðja neðsta sæti í síðustu tíu leikjunum til að halda ykkur uppi í Superliga. Hvernig horfir það við þér? Þú hefur svo aðeins dottið úr liðinu að undanförnu, áttu von á því að komast aftur inn í liðið?

„Ég á alveg von á því að komast aftur í liðið. Ég er að leggja mjög hart að mér og hef fengið hrós frá fyrirliðanum, þjálfaranum og fleirum fyrir það. Liðið er í erfiðri stöðu og það vita allir að þegar lið gengur illa þá er efitt fyrir nýjan leikmann að komast inn í liðið. Ég legg hart að mér og ætla mér að komast inn í liðið og sanna mig. Ég hef alveg fulla trú á því að við náum að halda okkur - auðvitað vill maður að við séum að spila betur en við erum að spila mjög fínt. Við erum ekki að drullutapa neinum leikjum, höldum okkur inn í öllum leikjum og slíkt. Núna eru tíu leikir framundan á móti liðum sem eru nálægt okkur í töflunni þannig ég hef fulla trú á því að við höldum okkur uppi. Ef við vinnum einn leik þá gæti snjóboltinn farið af stað."

Leit illa út en var alls ekki svo slæmt
Það gerðist í leiknum gegn OB um daginn að SönderjyskE var 0-2 undir í hálfleik og bæði Kristófer og Atla skipt út af. SönderjyskE kom svo til baka og jafnaði í 2-2 í seinni hálfleik. Það lítur ekkert sérstaklega vel út ef eingöngu er horft í leikskýrsluna.

„Já, það er alveg rétt. Ég var tekinn út af í hálfleik sem mér fannst kannski ekki alveg sanngjarnt. En eins og ég sagði þá er ég bara nýkominn inn í hlutina, þetta var þriðji leikurinn minn. Það þurfti að breyta einhverju, liðinu gekk illa í fyrri hálfleik og það er kannski auðveldara að taka mig, sem nýjan og ungan leikmann út heldur en aðra reynslumeiri leikmenn sem hafa verið lengi hjá félaginu."

„Þetta leit ekki vel út fyrir mann en þetta var alls ekki svona slæmt. Liðið náði að þjappa sér saman í seinni hálfleik og náði að snúa þessu við með allt annarri stemningu. Ef einhver sem sá ekki leikinn horfir í skýrsluna þá leit þetta ekki vel út en svona er fótboltinn bara,"
sagði Atli.


Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner