Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 06. mars 2022 20:31
Brynjar Ingi Erluson
Aron Elís snéri aftur í Íslendingaslag - Stórir sigrar í Þýskalandi
Aron Elís snéri aftur
Aron Elís snéri aftur
Mynd: Getty Images
Sverrir fór af velli í 2-0 sigri PAOK
Sverrir fór af velli í 2-0 sigri PAOK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron spilaði í sigri
Sveinn Aron spilaði í sigri
Mynd: EPA
Glódís Perla og Karólína spiluðu í stórsigri Bayern
Glódís Perla og Karólína spiluðu í stórsigri Bayern
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var nóg um að vera hjá Íslendingunum í Evrópuboltanum í dag en nokkrir þeirra náðu í jákvæð úrslit.

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK sem vann Lamia 2-0 í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir var í hjarta varnarinnar hjá PAOK en var skipt af velli á 69. mínútu. PAOK er í öðru sæti deildarinnar með 53 stig, tólf stigum á eftir Olympiakos.

Ögmundur Kristinsson var ekki í hópnum hjá Olympiakos í 2-1 tapinu gegn Aris í dag.

Þórir Jóhann Helgason byrjaði á bekknum hjá Lecce sem gerði 1-1 jafntefli við Perugia. Hann kom hins vegar inná á 58. mínútu leiksins en Lecce heldur toppsætinu með 53 stig.

Emil Hallfreðsson lék þá allan leikinn í 1-1 jafntefli Virtus Verona gegn Fiorenzoula í ítölsku C-deildinni. Virtus Verona er í 13. sæti riðilsins í deildinni.

Aron Elís snéri aftur á völlinn

Stefán Teitur Þórðarson, sem er að snúa aftur úr meiðslum, kom inná á 77. mínútu í 1-0 tapi Silkeborg gegn Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni. Silkeborg situr í 5. sæti deildarinnar með 31 stig. Guðmundur Þórarinsson var ekki í leikmannahópi Álaborgar sem gerði markalaust jafntefli gegn Vejle.

Kristófer Kristinsson og Atli Barkarson voru báðir í byrjunarliði SönderjyskE sem gerði 2-2 jafntefli við OB í dag. Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir OB og var þeim báðum skipt af velli í hálfleik.

Aron Elís Þrándarson er mættur aftur eftir meiðsli og kom inná hjá OB á 77. mínútu. OB er í 9. sæti með 21 stig en það blasir fall við SönderjyskE sem er í neðsta sæti með 11 stig.

Ísak Óli Ólafsson var í byrjunarliði Esbjerg sem tapaði fyrir Vendsyssel, 1-0, í dönsku B-deildinni. Hann spilaði í vörn Esbjerg en fór af velli á 77. mínútu. Esbjerg er í 9. sæti með 19 stig.

Fimm Íslendingar komu þá við sögu í sænska bikarnum en Sveinn Aron Guðjohnsen kom inná sem varamaður á 74. mínútu er Elfsborg vann Degerfors, 5-1. Hákon Rafn Valdimarsson sat á bekknum. Adam Ingi Benediktsson var á bekknum hjá liði Gautaborgar þegar það gerði 2-2 jafntefli gegn Mjällby. Adam er nítján ára gamall markvörður. Þá kom Valgeir Lunddal Friðriksson inná sem varamaður á 78. mínútu er Häcken tapaði fyrir Hammarby, 4-0.

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Trelleborgs sem gerði markalaust jafntefli við Sylvia. Böðvar fór af velli undir lok leiksins. Davíð Kristján Ólafsson hafði loks betur gegn Aroni Bjarnasyni í Íslendingaslag, 2-0 fyrir Kalmar gegn Sirius í úrslitaleik um sæti í 8-liða úrslitum.

Landsliðskonurnar í góðum gír á Ítalíu og í Þýskalandi

Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir kom inná sem varamaður á 72. mínútu í 4-1 sigri Wolfsburg á Freiburg í þýsku deildinni. Hún er að stíga sín fyrstu skref með liðinu sem situr í öðru sæti deildarinnar með 35 stig.

Á meðan eru landsliðskonurnar þrjár: Cecelía Rán Rúnarsdóttir, Glódís Perla Viigósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á toppnum með Bayern eftir 6-0 sigur á Köln.

Glódís spilaði allan leikinn í vörninni en Karólína kom inná þegar tuttugu mínútur voru eftir. Cecelía sat á varamannabekknum en Bayern er með 37 stig á toppnum.

Guðný Árnadóttir spilaði í vörn Milan sem gerði 1-1 jafntefli við hennar gamla félag, Napoli. Hún lék allan leikinn og er Milan í 4. sæti ítölsku deildarinnar en Anna Björk Kristjánsdóttir var einnig í vörn Inter sem tapaði fyrir Pomigliano, 1-0. Inter er í 5. sæti, fjórum stigum á eftir Milan.
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner