Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   sun 21. ágúst 2022 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Olla Sigga spáir í 18. umferð Bestu deildarinnar
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Heiðarsson.
Oliver Heiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld hefst 18. umferð Bestu deildar karla með tveimur leikjum. Það eru svo fjórir leikir á dagskrá á morgun.

Ingólfur Sigurðsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í 17. umferð deildarinnar. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, spáir í 18. umferðina.

ÍA 1 - 0 ÍBV (17:00 í kvöld)
Það verður mikið rok en bæði lið kunna vel á þær aðstæður og því verður þetta hörkuleikur. Mínir menn á Skaganum taka þennan leik samt á endanum 1-0 eftir horn seint í leiknum. Ég er ekki alveg viss hver mun skora samt.

Stjarnan 0 - 2 KA (19:15 í kvöld)
Það verður mikill hiti í þessum leik og möguleg rauð spjöld en þetta eru tvö virkilega sterk lið sem gaman hefur verið að fylgjast með í sumar. Stjörnumenn verða hins vegar því miður ekki búnir að jafna sig eftir skellinn á móti Val þannig að KA vinnur öruggan 2-0 sigur. Nökkvi með bæði mörkin.

FH 3 - 1 Keflavík (18:00 á morgun)
Ég held að FH fari núna að vinna leiki eftir smá bras að undanförnu en þetta verður ekki fallegur fótboltaleikur. Bæði lið munu skora í þessum leik og því fer hann 3-1. Þróttarinn Oliver Heiðars verður með þrennu #lifi.

Leiknir 2 - 2 KR (18:00 í kvöld)
KR-ingar fara illa með færin sín í leiknum og uppskera því ekki meira en jafntefli. Leiknismenn hins vegar nýta sín færi vel og því ekki með hátt xG. Leikurinn fer því 2-2 og allt mun sjóða upp úr í lok leiks. Dómarinn mun ekki hika við að veifa spjöldunum eins og stoltur Íslendingur flaggar íslenska fánanum á 17. júní.

Fram 0 - 4 Breiðablik (19:15 á morgun)
Eftir sterkan sigur hjá Frömurum í seinasta leik verður þeim svoleiðis kippt aftur niður á jörðina. Blikar mæta virkilega einbeittir eftir jafnteflið í seinustu umferð. Töflufundir Óskars munu klárlega skila sínu og því vinnur Breiðablik sanngjarnan 4-0 sigur.

Víkingur R. 3 - 2 Valur (20:15 á morgun)
Jæja, þá er komið að stórleik umferðarinnar sem við bíðum öll spennt eftir. Víkingsmenn eru með blóð á tönnunum og sýkingu í augunum eftir grátleg endalok á Evrópuævintýrinu mikla. Þeir ætla svo sannarlega að gjalda sína dauðdaga. Valsmenn hins vegar eru dansandi á rósum eftir stórsigur í seinustu umferð. Þetta verður markaleikur þar sem gæðin eru gríðarleg í báðum liðum. Lokaniðurstaðan á heimavelli hamingjunnar verður 3-2.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner