Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
banner
   lau 22. september 2018 17:31
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Langt fyrir ofan allar spár
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Góður endir hjá okkur í s.s. ekkert svaka leik hjá okkur í dag en við endum tímabilið alveg frábærlega, endum á síðustu sjö leikjunum að taka 14 stig og það er nátturlega bara frábær endir hjá okkur og enda í sjötta er nátturlega bara algjör snilld." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir að hafa fengið Selfyssinga í heimsókn suður með sjó.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Selfoss

Njarðvíkingar fengu Selfyssinga í heimsókn í dag en leikurinn skipti hvorugt liðið miklu máli þar sem Njarðvíkingar höfðu bjargað sér í síðustu umferð með sigri í Ólafsvík og Selfoss hafði tapað fyrir Skagamönnum og var ljóst að þeir myndu falla. 
Leiknum í dag lauk með 2-1 sigri heimamanna.
 
„Þetta var ekki spes leikur fyrir bæði lið en þeir aftur á móti mættu þarna baráttuglaðir og gerðu svo sem vel en við gerðum ekkert spes en við gerðum nóg í dag."
 
Njarðvíkingar höfðu eins og áður sagði þegar tryggt sig upp en var ekkert erfitt að gíra menn upp fyrir þennan leik?
,,Frekar sérstakt myndi ég segja, við settum okkur markmið og okkar aðal markmið var að halda okkur i deildinni."
 
Búast má við að það fari af stað ágætis þjálfarakapall í lok tímabils en verða sömu menn í brúnni hjá Njarðvík næsta sumar?
„Við erum allavega með samning næstu vikuna þannig við verðum allavega þjálfarar félagsins eins og er, ég veit ekki hvernig framhaldið verður". 
 
„Við erum virkilega ánægðir með árangurinn sem liðið hefur náð á síðustu tveimur árum, við fórum nátturlega upp í fyrra og svo núna endum um miðja deild sem er sem er frábært og langt fyrir ofan allar spár þannig að við erum sáttir."
 

Njarðvíkingar tryggði sér sinn besta árangur á Íslandsmóti og menn hljóta að vera sáttir.
„Að vera koma upp sem nýliðar og enda í sjötta ég þekki ekki nákvæmlega tölfræðina á því síðustu ár en það er frábær endir, þetta er ekki sjálfgefið að enda með 27 stig í þessari deild, þetta er erfið deild, flestir strákarnir okkar eru að koma upp úr 2.deildinni og búnir að spila þar allan sinn feril þannig þetta er mikill skóli að koma hingað og spila á allt öðruvísi völlum, allt öðruvísi leikmenn og allt öðruvisi umgjörð þannig það er mjög gott fyrir okkur að klára þetta svona, klára á sigri, klára með krafti."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner