Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. júní 2019 10:40
Fótbolti.net
Man City gerir Maguire að dýrasta varnarmanni heims
Powerade
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Tammy Abraham.
Tammy Abraham.
Mynd: Getty Images
Maguire, Lukaku, Benitez, Firpo, Fernandes, Mejia og fleiri í safaríkum slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Harry Maguire (26), miðvörður Leicester og enska landsliðsins, verður dýrasti varnarmaður heims í þessari viku þegar hann gengur í raðir Manchester City fyrir 80 milljónir punda. Hann hafnaði Manchester United. (Mirror)

Liverpool og Manchester United munu berjast um spænska vinstri bakvörðinn Junio Firpo (22) hjá Real Betis. (Marca)

Manchester United mun nýta sér 12 mánaða framlengingarákvæði í samningi Marcus Rashford (21) af ótta við að enski landsliðsmaðurinn gæti farið eftir ár. (Sun)

Manchester United hefur verið sagt að félagið þurfi að reiða fram 430 milljónir punda ef félagið vilji fá franska miðvörðinn Raphael Varane (26) frá Real Madrid. (Star)

Inter er enn 25 milljón evrum frá verðmiða Manchester United á belgíska landsliðsmanninum Romelu Lukaku (26). (La Gazzetta dello Sport)

Unai Emery vill að Arsenal opni veskið og kaupi Wilfried Zaha (26), leikmann Crystal Palace og Fílabeinsstrandarinnar. (Sun)

Paris St-Germain vill fá 13,5 milljónir punda fyrir franska miðjumanninn Christopher Nkunku (21) en Arsenal og RB Leipzig hafa áhuga á honum. (L'Equipe)

Newcastle United er enn að reyna að fá Rafael Benítez (59) til að framlengja við félagið. Samningur Benítez rennur út um mánaðamótin en hann hefur fengið samningstilboð frá Kína. (Chronicle)

Miguel Almiron (25), miðjumaður Newcastle og Paragvæ, er á óskalista Real Madrid. (TYC Sports)

Real Betis hefur áhuga á Divock Origi (24), sóknarmanni Liverpool og Belgíu. (Estadio Deportivo)

Brighton hefur ákveðið að fá belgíska vængmanninn Leandro Trossard (24) frá Genk fyrir 18 milljónir punda. (Sky Sports)

Tammy Abraham (21), framherji enska U21-landsliðsins, vill nýta sér kaupbann Chelsea til að sanna sig sem aðal sóknarmaður liðsins. (Mail)

Nicolas Pepe (24) hjá Lille er verulega eftirsóttur. Inter hefur gert 80 milljóna punda tilboð í þennan vængmann Lille og Fílabeinsstrandarinnar. (L'Equipe)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur beðið framkvæmdastjórann Ed Woodward um að bregðast hratt við og kaupa Bruno Fernandes (24), miðjumann Sporting Lissabon og portúgalska landsliðsins. (Record)

Arsenal íhugar að selja miðjumanninn Lucas Torreira (23) eftir að AC Milan gerði fyrsta tilboð í úrúgvæska landsliðsmanninn. (Sport Mediaset)+

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur fengið þau skilaboð frá Celtic að það sé tímaeyðsla að reyna að kaupa Callum McGregor (26), skoska miðjumanninn. (Scottish Daily Mail)

Hollenska félagið AZ Alkmaar hefur staðfest að það hafi verið í viðræðum við Jordy Clasie (27), miðjumann Southampton. (Daily Echo)

Burnley hefur sagt varnarmanninum Ben Gibson að hann geti yfirgefið félagið í sumar. Nýliðar Aston Villa og Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni eru meðal félaga sem hafa áhuga á þessum 26 ára Englendingi. (TeamTalk)

Everton hefur blandað sér í baráttuna Adam Webster (24), miðvörð Bristol City. Aston Villa og Newcastle hafa einnig áhuga á leikmanninum. (Sun)

Eddie Howe, stjóri Bournemouth, segir að í sumar verði rætt við vængmanninn Jordon Ibe (23) en samningur hans rennur út 2020. (Bournemouth Echo)

Aston Villa vill kaupa Tyrone Mings (26), varnarmann Bournemouth. Hann var á láni hjá Villa á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina. (Birmingham Mail)

Nottingham Forest fær samkeppni frá Preston um markvörðinn Aro Muric (20) hjá Manchester City. (Nottingham Post)

Manchester United vill fá spænska vængmanninn Mateo Mejia (16) fyrir 600 þúsund pund frá Real Zaragoza. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner