Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
   mán 29. apríl 2024 22:37
Sölvi Haraldsson
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Það er geggjað að fá þrjú stig í pokann og að hafa klárað þetta í lokin.“ sagði Guðmundur Baldvin, miðjumaður Stjörnunnar, eftir sætan 1-0 sigur Stjörnunnar á Fylki í kvöld. Guðmundur kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og reyndist hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið alveg í blálokin.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

Guðmundur viðurkennir að það var komið smá stress í hann í lokin.

Það kom smá stress í lokin. En hópurinn hafði trú og við keyrðum á trúnni.

Guðmundur skoraði sigurmark Garðbæinga í dag en hann var manna sáttastur að sjá skotið, sem var ekki fast, leka í netið.

Það kemur fyrirgjög frá Jóa á fjær, Andri fær hann og leggur hann út á mig og ég bara kem honum í markið.“

„Þetta var helvíti laust en inn fór hann.“

Hvaða skilaboð fékk Guðmundur frá Jökli þegar hann kom inn á?

„Að vera aggresívur og koma inn með kraft. Sleppa beislunum og keyra á þetta.

Guðmundi fannst þetta kaflaskiptur leikur og ætlar að greina það á næstunni hvað Stjarnan hefði getað gert betur í kvöld.

Þeir voru öflugir og fengu góð færi. Þetta var mjög kaflaskipt og við þurfum að skoða þetta aðeins til þess að sjá hvað við getum gert betur til að stjórna leiknum.“

Guðmundur viðurkennir að hann hefði viljað fá meira úr fyrstu fjóru leikjunum.

Við hefðum viljað fá meira en við þurfum fyrst og fremst að líta í eigin barm. Að ná frammistöðunni upp. Fá hugrekki og okkar gildi inn í þetta.“ sagði Jökull, þjálfari Stjörnunnar, að lokum eftir dýsætan 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld.

Viðtalið við Guðmund í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner