Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mán 31. maí 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Sjáðu júdóglímuna í gærkvöldi - „Var búinn að pirra hann"
Djair og Heiðar í baráttunni á síðustu leiktíð
Djair og Heiðar í baráttunni á síðustu leiktíð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á 75. mínútu leik Fylkis og Stjörnunnar átti sér stað umtalað atvik. Tveir leikmenn, úr sitthvoru liðinu, fengu að líta gula spjaldið.

Svona lýsti Hafliði Breiðfjörð, fréttaritari Fótbolta.net, atvikinu: „Djair tók einhvern trylling og sneri Heiðar Ægisson niður með miklum látum. Má teljast heppinn að liturinn á þessu spjaldi hafi ekki verið rauður." Djair Parfitt-Williams hjá Fylki og Heiðar í Stjörnunni fengu að líta gula spjaldið fyrir þessi átök.

Djair skoraði svo jöfnunarmark leiksins skömmu síðar.

„Mér fannst mjög sérkennilegt þegar okkar ágæti bakvörður Heiðar var tekinn niður í sniðglímu á lofti, eins og góð júdóglíma. Okkar ágætu ólympíufarar í gegnum tíðina hefðu verið mjög stoltir af henni."

„Ég sagði það ekki (að þetta væri rautt spjald), ég held að þetta sé ekki leyfilegt í fótbolta, er það? Ég held við séum þá sammála svo ég þarf ekki að svara því. Þegar línuvörður og fjórði dómari eru nálægt þessu atviki og það sést eins og það hafi verið sýnt hægt þá fór þetta ekki framhjá neinum. Boltinnn var nálægt og þetta var úti á miðjum velli. En við getum ekkert gert nema kvartað og fáum lítið fyrir það,"
sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, við Hafliða eftir leik. Viðtalið má sjá hér að neðan.

Heiðar ræddi svo stuttlega við Vísi eftir leikinn í gær.

„Þetta var bara barátta á milli okkar. Ég var búinn að vera í honum allan leikinn og pirra hann. Ég var aðeins utan í honum og síðan tekur hann mig niður. Ég veit ekki hvort að það sé rautt spjald eða ekki en þetta er bara barningur. Ekkert endilega rautt, bara barátta á milli okkar," sagði Heiðar við Árna Konráð Árnason á Vísi.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 1 Stjarnan

Atvikið var rætt í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi og má sjá það hér að neðan.


Toddi: Klaufalegt hjá Emil að láta gabba sig
Athugasemdir
banner
banner