Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 22. apríl 2011 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: Grindavík
Ólafur Örn Bjarnason er þjálfari Grindavíkurliðsins.
Ólafur Örn Bjarnason er þjálfari Grindavíkurliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Scott Ramsay og Paul McShane eru orðnir liðsfélagar í liði Grindavíkur að nýju.
Scott Ramsay og Paul McShane eru orðnir liðsfélagar í liði Grindavíkur að nýju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Óskar Pétursson hefur verið við dyr U21 árs landsliðsins.
Markvörðurinn Óskar Pétursson hefur verið við dyr U21 árs landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Jamie McCunnie gekk til liðs við Grindavík í vetur.
Jamie McCunnie gekk til liðs við Grindavík í vetur.
Mynd: Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Grindavík endi í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 13 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Grindavík fékk 45 stig út úr þessu.

Spámennirnir
Auðun Helgason, Ásmundur Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Hjörvar Hafliðason, Hjörtur Hjartarson, Hörður Magnússon, Magnús Már Einarsson, Reynir Leósson, Sigursteinn Gíslason, Sigurður Elvar Þórólfsson, Tómas Ingi Tómasson, Víðir Sigurðsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Grindavík 45 stig
10. Stjarnan 38 stig
11. Víkingur R. 35 stig
12. Þór 15 stig

Um liðið: Grindvíkingar áttu ekki gott tímabil í fyrra og voru aðeins stigi frá falli. Ólafur Örn Bjarnason verður nú spilandi þjálfari allt tímabilið og hans handbragð ætti að sjást enn betur á liðinu. Liðið hefur misst besta leikmann sinn í fyrra, markahrókinn Gilles Mbang Ondo.

Hvað segir Reynir? Reynir Leósson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Reynir er reynslumikill varnarmaður sem á fjölmarga leiki að baki í efstu deild hér á landi og í atvinnumennsku erlendis. Hann spilar nú með ÍA í 1. deild karla. Hér að neðan má sjá álit Reynis á Grindavík.

Styrkleikar: Eru með skapandi menn fram á við, sérstaklega í Scott Ramsey og Paul McShane. Þeir eru góðir í að halda bolta innan liðsins og eru með mikið af stuttum sendingum. Þeir eru virkilega þéttir á miðjunni þar sem þeir spila með þrjá menn. Það er erfitt að spila sig í gegnum þá. Varnarlínan verður mun öflugri en í fyrra þar sem Ólafur Örn Bjarnason spilar allt tímabilið. Ray Anthony Jónsson ætti að vera í fínu formi eftir dvölina í Filippseyjum.

Veikleikar: Þeir mættu blanda leik sínum betur, eru oft full einhæfir og fyrirsjáanlegir í sínu spili. Þeir munu sakna Gilles Mbang Ondo alltof mikið. Ég hef séð nýja sóknarmanninn þeirra, Michal Pospisil, spila og hann er ekki nægilega öflugur að mínu mati. Hann er ekki hraður og þeim vantar meiri hraða fram á við. Í fyrra lágu þeir til baka og sóttu hratt á Ondo. Þeir eru með nýja útlendinga og ég er ekki viss um styrkleika þeirra.

Lykilmenn: Ólafur Örn Bjarnason, Paul McShane og Scott Ramsey.

Gaman að fylgjast með: Það verður gaman að sjá Orra Hjaltalín spila aftur á miðjunni eftir að hafa verið miðvörður undanfarin ár. Ég hef trú á því að hann geti gefið þeim mikinn kraft á miðsvæðinu.



Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Þjálfarinn
Ólafur Örn Bjarnason tók við liði Grindavíkur á miðju tímabili í fyrra eftir að Luka Kostic skildi við liðið. Þá var Ólafur enn leikmaður Brann í Noregi og kláraði að spila með liðinu og var í raun með liðið í fjarþjálfun. Hann kom svo heim og var einnig spilandi þjálfari.

Ólafur Örn er mikilvægur hlekkur sem leikmaður í liðinu þar sem hann spilar í hjarta varnarinnar og ljóst að mikið mun mæða á honum í sumar.

Ólafur Örn er 36 ára Grindvíkingur sem 135 leiki með félaginu á sínum tíma og skoraði 18 mörk. Þá lék hann með Malmö 1998 til 2000 (23/2) og hefur leikið 28 A landsleiki. Undir hans stjórn bjargaði Grindavík sæti sínu í deildinni í fyrra, var einu stigi fyrir ofan fall lið Hauka.


Stuðningsmaðurinn segir:
Dagbjartur Einarsson útgerðarmaður: ,,Auðvitað finnst mér þetta vera dapurleg spá en ég er heldur ekki með neinar stórar væntingar til liðsins. Ég held að við verðum í sjötta eða sjöunda sæti, ég vil meina að við getum það en svo er annað mál hvort við stöndum við það. Það er það skemmtilega við fótboltann, það eru óvænt úrslit annað slagið, annars væri ekkert gaman að þessu."

Völlurinn:
Völlurinn í Grindavík tekur 2500 manns en glæsileg stúka þeirra tekur 1500 manns. Stúkan var vígð á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní 2001 og þykir glæsilegt mannvirki. Stúkan er svo stór að 60% bæjarbúa í Grindavík gætu komist í hana í sæti.

Breytingar á liðinu:

Komnir:
Bogi Rafn Einarsson frá Njarðvík
Einar Helgi Helgson frá Njarðvík
Jack Giddens frá Englandi
Jamie McCunnie frá Haukum
Magnús Björgvinsson frá Haukum
Michal Pospisil
Paul McShane frá Keflavík
Yacine Si Salem frá Frakklandi

Farnir:
Auðun Helgason í Selfoss
Grétar Ólafur Hjartarson í Keflavík
Gjorgi Manevski
Gilles Mbang Ondo í Stabæk, Noregi
Jósef Kristinn Jósefsson til PSFC Chernomorets Burgas
Loic Ondo til BÍ/Bolungarvíkur á láni
Marko Valdimar Stefánsson til Oskarshamns AIK í Svíþjóð
Rúnar Dór Daníelsson í Víði

Leikmenn Grindavíkur 2011
1. Óskar Pétursson
2. Jamie Patrick McCunnie
3. Ray Anthony Jónsson
4. Ian Paul McShane
5. Bogi Rafn Einarsson
6. Michal Pospisil
7. Jóhann Helgason
8. Páll Guðmundsson
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Mckenna Ramsay
11. Orri Freyr Hjaltalín
12. Jack Giddens
13. Benóný Þórhallsson
15. Gunnar Þorsteinsson
16. Ólafur Örn Bjarnason
17. Magnús Björgvinsson
18. Guðmundur Andri Bjarnason
19. Óli Baldur Bjarnason
20. Guðmundur Egill Bergsteinsson
21. Yacine Si Salem
24. Einar Helgi Helgason
25. Alexander Magnússon
26. Emil Daði Símonarson
27. Hafþór Ægir Vilhjálmsson
29. Vilmundur Þór Jónasson

Leikir Grindvaíkur 2011:
2. maí: Fylkir - Grindavík
8. maí: Grindavík - Valur
11. maí: Breiðablik - Grindavík
16. maí: Grindavík - Keflavík
22. maí: Víkingur- Grindavík
29. maí: Grindavík - Þór
6. júní: Stjarnan - Grindavík
26. júní: Grindavík - KR
6. júlí: FH - Grindavík
11. júlí: Fram - Grindavík
17. júlí: Grindavík - ÍBV
24. júlí: Grindavík- Fylkir
3. ágúst: Valur- Grindavík
7. ágúst: Grindavík - Breiðablik
15. ágúst: Keflavík - Grindavík
22. ágúst: Grindavík - Víkingur
28. ágðust: Þór - Grindavík
11. september: Grindavík - Stjarnan
15. september: KR - Grindavík
18. september: Grindavík- FH
24. september: Grindavík - Fram
1. október: ÍBV - Grindavík
banner
banner
banner
banner