Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   sun 22. júní 2014 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Sævar Þór spáir í 9. umferð Pepsi-deildarinnar
Sævar Þór spáir fyrir um 9.umferð Pepsi-deildarinnar.
Sævar Þór spáir fyrir um 9.umferð Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
ÍBV og KR mætast í Eyjum.
ÍBV og KR mætast í Eyjum.
Mynd: Reynir Pálsson
9. umferð Pepsi-deildarinnar fer fram í kvöld og annað kvöld. Fimm leikir eru á dagskrá í kvöld og umferðinni lýkur síðan með leik Fram og FH á Laugardalsvellinum annað kvöld.

Það eru nokkrir athyglisverðir leikir á dagskrá og línurnar geta farið að skýrast í topp og botnbaráttunni.

Fótbolti.net fékk Sævar Þór Gíslason, markamaskínuna frá Selfossi, til að spá í spilin fyrir komandi umferð.

ÍBV 1 - 2 KR (í dag 17)
Þetta verður hörkuleikur í Eyjum. KR-ingar fara af Eyjunni með þrjú stig.

Þór 1 - 3 Valur (í dag 17)
Þetta verður erfitt. Þórsarnir búnir að vera skelfilegir og duttu út úr bikarnum í framlengingu. Ég held að Valsarnir geri sér góða ferð norður og vinni 3-1.

Víkingur R. 2 - 2 Breiðablik (í kvöld 19:15)
Ég spái enn einu jafnteflinu hjá Breiðablik. Pape Mamadou Faye verður með bæði mörk Víkings í leiknum.

Stjarnan 2 - 0 Fjölnir (í kvöld 19:15)
Fjölnismenn mæta á teppið en ráða ekki við Ólaf Karl Finsen sem hóf úrvalsdeildarferilinn sinn á Selfossi. Ég vona að hann skori.

Fylkir 1 - 1 Keflavík (í kvöld 19:15)
Þessi leikur fer jafntefli í hörkuleik.

Fram 0 - 3 FH (á morgun 19)
Það er fullt af Frömurum í banni og FH-ingar fara með sigur af hólmi. Þetta verður hinsvegar jafn leikur en dettur að lokum FH-megin. Þetta verður baráttuleikur og FH nær að nýta sín færi en Framarar ekki. Ólafur Páll verður með þrennu fyrir FH í leiknum.

Sjá einnig:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - 5 réttir
Jóhann Laxdal - 4 réttir
Guðmundur Steinarsson - 4 réttir
Róbert Aron Hostert - 3 réttir
Felix Bergsson - 3 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Athugasemdir
banner
banner
banner