Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
   fim 31. júlí 2014 09:30
Arnar Daði Arnarsson
Atli Jó: Tilfinningaskalinn fór útum allar trissur
Atli Jó. var að hetja Stjörnunnar í síðasta Evrópuleik.
Atli Jó. var að hetja Stjörnunnar í síðasta Evrópuleik.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stjarnan tekur á móti pólska liðinu Lech Poznan í forkeppni Evrópudeildarinnar á Samsung-vellinum í kvöld. Leikurinn byrjar klukkan 19:30 en löngu er orðið uppselt á leikinn.

Atli Jóhannsson var hetja Stjörnunnar í síðustu umferð þegar Stjarnan sló út skoska liðið, Motherwell í framlengdum leik.

,,Þetta er frábært, sólin skín og allt að gerast. Ég veit voða lítið um Lech Poznan. Mér skylst að þeir séu svipaðir á styrkleika og Motherwell og þeir voru mjög góðir. Við förum í þetta einvígi óhræddir og graðir," sagði Atli sem segir markmið liðsins í leiknum í kvöld að ná að halda hreinu og vinna leikinn.

,,Við ætlum að halda okkur við okkar taktík og sækja hratt á þá. Við verðum kannski til að byrja með aðeins að læra inn á þá og reyna gefa ekki tækifæri á okkur og reyna halda hreinu á heimavelli."

,,Ég held að það sé betra að byrja á heimavelli. Það eru örugglega fá lið sem vilja koma hingað á gervigrasið. Það er okkar ætlun að vera ekkert að tapa mörgum stigum hérna heima og við ætlum að reyna vinna þennan leik og fara glaðir inn í Verslunarmannahelgina."

Að lokum var Atli spurður út í það hvort hann hafi náð að sofna eftir síðasta Evrópuleik þar sem hann skoraði eitt af mörkum sumarsins í framlengingu. Mark sem tryggði Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni.

,,Ég var lengi að ná mér og allur tilfinningaskalinn fór út um allar trissur. Þetta var frábært og vonandi næ ég að klína inn öðru á morgun með vindi."

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner