Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   mið 23. ágúst 2017 22:26
Mist Rúnarsdóttir
Hemmi Hreiðars: Stýrðum leiknum eins og greifar
Hermann og lærimeyjar voru grátlega nálægt því að krækja í stig í kvöld
Hermann og lærimeyjar voru grátlega nálægt því að krækja í stig í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er alveg óþolandi,“ sagði Hermann Hreiðarsson, vonsvikinn þjálfari Fylkis eftir 3-2 tap í leik gegn Val þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. „Spilamennskan var frábær og við vorum ískaldar hérna. Þær svöruðu kallinu. Við ætluðum að stýra þessum leik og við gerðum það eins og greifar og áttum frábæra kafla.“

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Fylkir

Fylkir fékk martraðarbyrjun en Vesna Elísa Smiljkovic skoraði beint úr hornspyrnu strax í upphafi leiks. Hermann var ósáttur við markið þar sem honum fannst stigið fyrir Ástu Vigdísi markmann. Þegar sambærilegt atvik kom upp hinum megin var hinsvegar dæmt brot á sóknarmann.

„Þetta er beint úr horni, hræðilegt mark. Það var dæmt af okkur mark af því að einhver stóð nálægt markmanni en svo er hún (Ásta Vigdís) blokkeruð og alveg staðið fyrir henni en það stendur. Þetta er hrikalega dýrt. Það er bara þannig. Auðveldara að dæma á móti litlu liðunum? En ég ætla samt ekkert að vera að tala um það,“ sagði Hemmi sem vildi frekar ræða frammistöðu síns liðs en dómarans.

Fylkir sýndi karakter og jafnaði leikinn í annað sinn á lokamínútum leiksins þegar Kaitlyn Johnson skoraði draumamark. Hélt Hemmi þá að hann fengi stig úr leiknum?

„Maður heldur ekkert og ég vildi þá fá þriðja markið. Við þurfum að vinna leiki.“

Þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi staðið á sér er allt annað að sjá til Fylkisliðsins og Hemmi hrósaði leikmönnum sínum í hástert fyrir trú og eljusemi.

„Við erum búin að skora 5 mörk í 4 leikjum og erum búin að vera inní öllum þessum leikjum. Kredit til stelpnanna að hafa þessa trú ennþá. Þær unnu síðast leik í apríl en mæta í hvern einasta leik og á hverja einustu æfingu fullar af sjálfstrausti og trú.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Hemma í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner