Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mið 28. mars 2018 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti landsleikurinn færði afa Cook rúmar tvær milljónir
Cook kemur hér inn á í sinn fyrsta landsleik.
Cook kemur hér inn á í sinn fyrsta landsleik.
Mynd: Getty Images
Lewis Cook, miðjumaður Bournemouth, tókst að gera afa sinn 17 þúsund pundum (um 2,3 milljónir íslenskar krónur) ríkari eftir að hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England í gær.

England gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í gær og kom Cook inn á sem varamaður fyrir Jesse Lingard þegar rúmar 20 mínútur voru eftir.

Trevor Burlingham, afi Cook, hafði mikla trú á stráknum þar sem hann setti 500 pund (tæpar 70 þúsund krónur) á það fyrir fjórum árum síðan, að barnabarnið myndi spila A-landsleik fyrir 26. afmælisdaginn. Viti menn, Cook tókst það.

Hinn 21 árs gamli Cook hefur leikið 43 leiki fyrir yngri landslið Englands og var fyrirliði U20 landsliðsins sem vann Heimsmeistaramótið í fyrra.

Þetta er stærsta upphæð sem veðbankinn William Hill hefur greitt út í svipuðu veðmáli frá því að afi welska landsliðsmannsins Harry Wilson fékk 125.000 pund (rúmar 17 milljónir ísk.) eftir að hafa veðjað 50 pundum á það að Wilson myndi spila landsleik fyrir Wales.

Afi Wilson lagði peninginn undir þegar drengurinn var nýfæddur, en Wilson er í dag í láni hjá Hull frá Liverpool. Hann er 21 árs.

Sjá einnig:
Veðjaði á barnabarnið sitt og vann milljónir
Athugasemdir
banner
banner
banner