Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   þri 27. mars 2018 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vináttuleikir: Brasilía vann í Þýskalandi - Nígería tapaði
Gabriel Jesus var hetja Brasilíumanna.
Gabriel Jesus var hetja Brasilíumanna.
Mynd: Getty Images
Nýr landsliðsbúningur Nígeríu þykir mjög flottur.
Nýr landsliðsbúningur Nígeríu þykir mjög flottur.
Mynd: Getty Images
Brasilíumönnum tókst að hefna fyrir stóra 7-1 tapið gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM 2014. Þjóðverjar þurftu að sætta sig við sjaldgæft tap, á Ólympíuvellinum í Berlín í kvöld.

Bæði byrjunarlið voru gífurlega sterk og það var hart barist en það var aðeins eitt mark skorað. Það gerði Gabriel Jesus, sóknarmaður Manchester City, fyrir Brasilíu á 37. mínútu.

Lokatölur 1-0 en þetta er fyrsti tapleikur Þjóðverja frá því í undanúrslitum EM 2016. Þá tapaði liðið gegn Frakklandi, 2-0.

Bæði lið koma til með að berjast um gullið á HM í Rússlandi í sumar.

Á Wembley í Lundúnum misstu Englendingar sigurinn frá sér gegn Ítalíu á lokamínútunum.

Jamie Vardy kom Englandi yfir á 26. mínútu en Lorenzo Insigne jafnaði úr vítaspyrnu þegar lítið var eftir. Myndbandstækni var notuð áður en vítaspyrnan var dæmd.

England er á leið á HM, Ítalir ekki eins og frægt er orðið.

Annars ber að nefna það að Nígería, sem er í riðli með okkur Íslendingum á HM, tapaði fyrir Serbíu í London. Nígeríumenn skörtuðu nýja aðalbúningi sínum í leiknum en hann þykir mjög flottur og hefur slegið í gegn hjá fótboltaáhugamönnum.

Romelu Lukaku, sóknarmaður Manchester United, skoraði þá tvisvar fyrir Belgíu í 4-0 sigri, Danmörk gerði markalaust jafntefli við Síle og Svíþjóð tapaði gegn Rúmeníu.

Hér að neðan eru úrslit kvöldsins.

Þýskaland 0 - 1 Brasilía
0-1 Gabriel Jesus ('37)

England 1 - 1 Ítalía
1-0 Jamie Vardy ('26)
1-1 Lorenzo Insigne ('87, víti)

Belgía 4 - 0 Sádí-Arabía
1-0 Romelu Lukaku ('13)
2-0 Romelu Lukaku ('39)
3-0 Michy Batshuayi ('77)
4-0 Kevin de Bruyne ('78)

Nígería 0 - 2 Serbía
0-1 Aleksandar Mitrovic ('68)
0-2 Aleksandar Mitrovic ('81)

Önnur úrslit:
Sviss 6 - 0 Panama
Egyptaland 0 - 1 Grikkland
Túnis 1 - 0 Kosta Ríka
Ungverjaland 0 - 1 Skotland
Danmörk 0 - 0 Síle
Senegal 0 - 0 Bosnía og Hersegóvína
Lúxemborg 0 - 4 Austurríki
Slóvenía 0 - 2 Hvíta-Rússland
Fílabeinsströndin 2 - 1 Moldóva
Rúmenía 1 - 0 Svíþjóð
Pólland 3 - 2 Suður-Kórea
Marokkó 2 - 0 Úsbekistan
Kólumbía 0 - 0 Ástralía



Athugasemdir
banner
banner