Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   mið 16. október 2013 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Veðjaði á barnabarnið sitt og vann milljónir
Mynd: Getty Images
Hinn sextán ára Harry Wilson varð á þriðjudaginn yngsti leikmaður til að spila landsleik fyrir velska landsliðið.

Saga afa hans, Peter Edwards, hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum. Það kom í ljós að Edwards fór út í veðbanka þegar barnabarn hans Wilson var aðeins átján mánaða.

Edwards lagði þá 50 pund undir með líkurnar 2,500 á móti 1 að barnabarn hans myndi spila fyrir velska landsliðið.

Þetta þýðir að Edwards fær 125 þúsund pund, sem eru rúmlega 24 milljónir íslenskra króna.

,,Þegar hann var um 18 mánaða gamall elti hann bolta um teppið heima áður en hann gat labbað," sagði Edwards.

,,Ég fór í William Hill í Wrexham og spurði þar hvernig ég ætti að leggja pening undir barnabarnið. Þar var mér bent á hvernig þetta ætti allt að vera gert og ég sló til.

,,Frúin er í skýjunum. Ég hef ákveðið að fara á eftirlaun snemma og get núna farið heim án þess að þurfa að fara neitt annað daginn eftir. Ekki leiðinlegt fyrir smá veðmál."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner