Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekki að ástæðulausu að Kasakarnir voru að koma með tösku fulla af seðlum"
Kristófer Ingi Kristinsson.
Kristófer Ingi Kristinsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kristófer Ingi Kristinsson er leikmaður sem gæti blómstrað í liði Breiðabliks í sumar.

Hann er líklegur til þess að fá stærra hlutverk í ár eftir að hafa komið til félagsins á miðju síðasta tímabili.

Kristófer Ingi er 24 ára gamall sóknarmaður sem uppalinn er hjá Stjörnunni. Hann fór ungur að árum í atvinnumennsku og var á mála hjá Willem II, PSV II og VVV-Venlo í Hollandi, Grenoble í Frakklandi og SönderjyskE í Danmörku áður en hann sneri heim í fyrra og samdi í Kópavoginum.

Einar Guðnason, sérfræðingur Fótbolta.net, segir að Kristófer sé leikmaður sem eigi að fylgjast með í sumar og það er eitthvað sem Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar, tekur undir.

„Kristófer Ingi lítur vel út. Hans helsti akkilesarhæll er að vera meiddur. Þegar Breiðablik mætti með rútuna frægu í Víkina í fyrra fannst mér hann vera með Oliver Ekroth í vasanum. Ég hef ekki séð marga sentera í þessari deild vera með Ekroth í vasanum. Það væri virkilega gaman að sjá einn Garðbæing blómstra í Kópavoginum," sagði Kristján Óli í Niðurtalningunni í gær.

„Það var ekkert að ástæðulausu að Kasakarnir voru að koma með tösku fulla af seðlum fyrir hann. Það er mikið 'potential' í þessum strák. Ef hann er heill, þá mun hann skora."

Það var áhugi frá Kasakstan á Kristófer Inga fyrir stuttu en það gekk á endanum ekki eftir. Hann verður því í Kópavogi í sumar.

Hægt er að hlusta á Niðurtalninguna hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner