Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   fös 05. apríl 2024 23:08
Brynjar Ingi Erluson
„Þarf stundum að gefa skít í Glódísi“
Icelandair
Guðrún Arnardóttir
Guðrún Arnardóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Miðvörðurinn Guðrún Arnardóttir spilaði hægri bakvörð í 3-0 sigri Íslands á Póllandi í undankeppni Evrópumótsins í kvöld en hún er enn að venjast því að spila stöðuna.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Guðrún hefur alla tíð spilað miðvörð. Hún hefur verið í lykilhlutverki hjá Rosengård í Svíþjóð í þeirri stöðu og var það einnig er hún spilaði með Breiðabliki.

Í síðustu leikjum hefur hún verið að spila hægri bakvörð og tekur tíma að venjast þeirri stöðu.

„Þetta var gott og frekar þægilegt að fara inn í hálfleikinn með 2-0. Þegar við náum þriðja markinu þá voru þær orðnar frekar þreyttar, þannig mér fannst við spila vel heilt yfir og eiga þetta skilið,“ sagði Guðrún við Fótbolta.net en hún hrósaði einnig Fanneyju Ingu Birkisdóttur fyrir hennar framlag í markinu.

„Það voru eiginlega tvö þar sem hún bjargaði rosalega vel. Það er alveg líklegt að liðin fái einhver færi og þá er frábært að eiga markmann sem reddar því fyrir okkur, sem er mikilvægt og verðmætt fyrir okkur.“

Guðrún segir það vera svolítið erfitt að venjast bakvarðarstöðunni en að þetta muni allt saman koma á endanum.

„Ég er að reyna að venjast því. Ég er alger hafsent og spila bakvörðinn eins og hafsent, þannig er búin að reyna að hugsa að reyna að vera aðeins meira sóknarsinnuð en það er ekki alveg mjög eðlislegt. Ég reyni að leysa það eins vel og ég get, en er bara glöð að fá að vera inni á vellinum því það er ekki gefið heldur þannig ég tek því og geri eins vel og ég get.“

„Það er í mér að sitja aftur og passa vörnina og varnarlínuna en ég þarf stundum að gefa smá skít í Glódísi og fara upp á við. Það er það sem ég er að reyna koma mér inn í.“

„Kannski valkostirnir að fara að 'dribble-a' af alvöru eða taka menn á eða utan á hlaupin, kannski eitthvað sem ég er ekki vön. Ég spila ekki landsleiki það oft að það kemst auðveldlega inn í 'systemið' þannig þegar ég kem hérna þá þarf ég að fókusa á það meðan ég er í þessari stöðu. Það er gaman að vera inn á vellinum og prófa nýjar stöður en ef ég mætti ráða þá myndi ég spila hafsentinn.“

Guðrún var ánægð með stemninguna á Kópavogsvelli en hún og margar aðrar í landsliðinu voru að snúa aftur á sinn gamla heimavöll.

„Það er geggjað og gaman þegar maður heyrir stemninguna, erfitt að öskra inn á völlinn þegar það er stemning í stúkunni. Það gefur manni extra orku og góðan fíling.

Næsti leikur er gegn Þýskalandi á þriðjudag. Þjóðverjar unnu 3-2 endurkomusigur á Austurríki í kvöld, en Guðrún býst við hörkuleik.

„Mjög vel. Þetta verður hörkuleikur, erum búnar að mæta þeim tvisvar frekar nýlega þannig ég held að það verði spennandi, en við sýndum það alveg í seinni leiknum síðast að við getum alveg haldið okkur inn í því. Það er alveg séns þar og erum alveg brattar fyrir það,“ sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner