Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mið 05. ágúst 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Tvö Norðurlandalið eftir
Malmö þarf að skora þrjú án þess að fá mark á sig til að komast í umspil.
Malmö þarf að skora þrjú án þess að fá mark á sig til að komast í umspil.
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í undankeppni Meistaradeildarinnar í dag þar sem aðeins tvö knattspyrnufélög frá Norðurlöndunum eru eftir.

HJK frá Finnlandi heimsækir FC Astana til Kasakstan eftir markalaust jafntefli í Finnlandi í síðustu viku og sænska félagið Malmö þarf að leggja austurrísku meistarana í Red Bull Salzburg eftir tveggja marka tap ytra.

Celtic fer til Aserbaídsjan og mætir Qarabag eftir nauman 1-0 sigur í Skotlandi. Sparta frá Prag á þá heimaleik gegn CSKA frá Moskvu á meðan Basel er í góðri stöðu gegn Lech Poznan.

Club Brugge mætir Panathinaikos í spennandi leik en besti leikur kvöldsins verður líklega í Úkraínu þar sem Shakhtar Donetsk mætir Fenerbahce.

Leikir dagsins:
14:00 FC Astana - HJK (0-0)
16:30 Qarabag - Celtic (0-1)
16:45 Sparta Prag - CSKA Moskva (2-2)
17:30 BATE - Videoton (1-1)
18:15 Basel - Lech Poznan (3-1)
18:30 Club Brugge - Panathinaikos (1-2)
18:30 Malmö - Salzburg (0-2)
18:30 Partizan - Steaua Bucharest (1-1)
18:45 Viktoria Plzen - Maccabi Tel Aviv (2-1)
18:45 Shakhtar - Fenerbahce (0-0)
18:45 Skenderbeu - Milsami (2-0)
Athugasemdir
banner
banner
banner