Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   lau 06. apríl 2024 18:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Víkings og Stjörnunnar: Reynsluboltar byrja hjá gestunum
Helgi Guðjóns fær sénsinn hjá meisturunum
Gunnar kemur inn hjá Víkingum.
Gunnar kemur inn hjá Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi byrjar.
Þórarinn Ingi byrjar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Besta deildin hefst 19:15 á Víkingsvelli þegar heimamenn, ríkjandi meistararnir í Víkingi, taka á móti Stjörnunni.

Búið er að opinbera byrjunarliðin og má sjá þau hér neðst.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Stjarnan

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir tvær breytingar frá sigrinum í vítaspyrnukeppni gegn Val á mánudag. Gísli Gottskálk tekur sér sæti á bekknum og Halldór Smári Sigurðsson tekur út leikbann. Inn í liðið koma þeir Karl Friðleifur og Gunnar Vatnhamar. Það vekur athygli að fyrirliðinn Nikolaj Hansen sé á bekknum og Helgi Guðjónsson sé í byrjunarliðinu.

Í Stjörnuliðinu vekur athygli að reynsluboltarnir Þórarinn Ingi og Andri Adolphsson eru í liðinu. Jóhann Árni, Helgi Fróði, Róbert Frosti, Emil Atlason, Hilmar Árni og Örvar Eggertsson eru fremstu sex.

Uppfært eftir að skýrslan var uppfærð: Jóhann Árni Gunnarsson og Sindri Þór Ingimarsson byrja leikinn en ekki Daníel Laxdal og Guðmundur Baldvin Nökkvason.
Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
27. Matthías Vilhjálmsson

Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Guðmundur Kristjánsson
6. Sindri Þór Ingimarsson (f)
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
17. Andri Adolphsson
22. Emil Atlason
35. Helgi Fróði Ingason
80. Róbert Frosti Þorkelsson
Athugasemdir
banner
banner