Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 19:36
Brynjar Ingi Erluson
Gummi Tóta með stoðsendingu í öruggum sigri - Erfið byrjun hjá Norrköping
Gummi Tóta lagði upp annað mark sitt á tímabilinu
Gummi Tóta lagði upp annað mark sitt á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson lagði upp þriðja mark OFI Crete í 4-0 sigri liðsins á GIannina í fallriðli grísku úrvalsdeildarinnar í dag.

Guðmundur, sem hefur náð að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu í síðustu leikjum, var í byrjunarliði Crete í dag.

Hann lagði upp þriðja mark liðsins fyrir belgíska sóknarmanninn Aaron Iseka Leya þegar um hálftími var eftir.

Þetta var önnur stoðsending hans í deildinni á þessu tímabili, en hann er einnig með tvö mörk.

Crete er í 10. sæti deildarinnar með 30 stig, sex stigum frá fallsæti.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Leuven sem gerði markalaust jafntefli við Standard Liege í Evrópuriðli belgísku úrvalsdeildarinnar. Leuven er með 16 stig í 5. sæti riðilsins.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð í marki Viking sem tapaði fyrir Bodö/Glimt í annarri umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. Viking er með þrjú stig en Bodö/Glimt með fullt hús stiga.

Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson voru í hópnum hjá Norrköping sem fékk óvæntan 3-0 skell gegn Mjällby í annarri umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Arnór Ingvi var í byrjunarliði Norrköping en Ísak Andri, sem skoraði í fyrstu umferðini, sat allan tímann á varamannabekknum í dag. Norrköping er á botninum og án stiga eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner