Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Völdu Garnacho mann leiksins en sviptu hann nafnbótinni nokkrum mínútum síðar
Mynd: EPA
Argentínski vængmaðurinn Alejandro Garnacho átti frábæran leik með Manchester United gegn Chelsea á fimmtudag, svo góðan að hann var valinn maður leiksins, að minnsta kosti í skamma stund, áður en verðlaunin voru hrifsuð af honum.

Garnacho fór mikinn og skoraði tvö mörk gegn Chelsea. United lenti tveimur mörkum undir en kom til baka og var staðan 3-2 þegar uppbótartíminn hófst. Garnacho gerði tvö mörk í endurkomunni.

Leikmaðurinn var tilkynntur sem maður leiksins í útsendingu ESPN og átti hann að fá verðlaunin afhent eftir leikinn en það varð ekkert úr því.

Englendingurinn Cole Palmer skoraði nefnilega tvö mörk seint í uppbótartíma og tryggði Chelsea 4-3 sigur. Palmer skoraði þrennu í leiknum en hann varð 200. leikmaðurinn til að gera þrennu í deildinni.

Palmer var í kjölfarið valinn besti maður leiksins á meðan Garnacho sat eftir með sárt ennið.


Athugasemdir
banner