Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 19:41
Brynjar Ingi Erluson
England: Tottenham upp fyrir Aston Villa á töflunni
Micky van de Ven skoraði stórbrotið mark
Micky van de Ven skoraði stórbrotið mark
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Tottenham 3 - 1 Nott. Forest
1-0 Murillo ('15 , sjálfsmark)
1-1 Chris Wood ('27 )
2-1 Micky van de Ven ('53 )
3-1 Pedro Porro ('58 )

Tottenham Hotspur vann mikilvægan 3-1 sigur á Nottingham Forest í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Lundúnum í kvöld.

Heimamenn vissu það að sigur í dag myndi koma liðinu í fjórða sæti deildarinnar, sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

Liðið gat ekki beðið um betri byrjun og fékk hjálp frá Forest við fyrsta markið. Timo Werner fékk boltann úti vinstra megin, setti hann fyrir og þar var Murillo mættur til að koma sér fyrir boltann, en varð í staðinn fyrir því óláni að stýra boltanum í eigið net.

Forest svaraði tólf mínútum síðar er Chris Wood setti boltann í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Anthony Elanga. Wood klúðraði algeru dauðafæri átta mínútum síðar.

Ryan Yates átti skot fyrir utan sem Guglielmo Vicario varði út á Wood. Hann var um hálfum metra frá opnu marki en þrumaði boltanum í stöng. Klúður sem átti eftir að reynast dýrkeypt.

Snemma í síðari hálfleiknum komst Tottenham aftur yfir og það með stórglæsilegu marki frá hollenska varnarmanninum Micky van de Ven. Eftir hornspyrnu spiluðu Tottenham-menn boltanum sínum á milli áður en Van de Ven fékk hann rétt fyrir utan teiginn áður en hann hamraði boltanum efst upp í vinstra hornið. Óverjandi fyrir Matz Sels í markinu.

Pedro Porro gerði út um leikinn fimm mínútum síðar eftir að Rodrigo Bentancur skallaði fyrirgjöf aftur fyrir sig og á Pedro Porro sem mætti á ferðinni og skilaði boltanum í netið.

Frábær sigur Tottenham sem er nú komið upp í 4. sæti deildarinnar með 60 stig, eins og Aston Villa, en Tottenham með betri markatölu. Bæði lið eru ellefu stigum á undan Manchester United, sem er í 6. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner