Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Við áttum að vinna þennan leik, það er alveg ljóst
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
„Það er alveg ljóst að við áttum að vinna þennan leik og við hefðum átt að gera fleiri mörk í fyrri hálfleiknum,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 2-2 jafnteflið gegn Manchester United á Old Trafford í dag.

Liverpool er ekki lengur að leiða titilbaráttuna eftir þetta jafntefli í dag og sér liðið eflaust verulega eftir því að hafa ekki nýtt öll færin sem það fékk.

„Það voru engin skot í fyrri hálfleiknum og 1-0 er það allra minnsta sem við gátum búist við, en þetta var ótrúlega vel gert hjá Bruno. Þá kom líf á leikvanginn og við þurftum nokkrar mínútur til að koma okkur aftur í gang, en svo skora þeir annað glæsilegt mark. Við fengum dauðafæri fyrir og eftir það mark, en við erum með einu stigi meira en áður. Þeir lögðu aukavinnuna á sig og þannig er það. Við munum fara í annan svona leik gegn Everton, en jöfnunarmarkið okkar var fyllilega verðskuldað.“

„Þetta var ótrúleg varsla frá Onana frá Dom Szoboszlai. Í hinum færunum vorum við að flýta okkur aðeins of mikið. Við verðum að sýna ró í allri vegferðinni. Mörkin sem við höfum skorað hafa fleytt okkur alla leið á þennan stað sem við erum í dag. Það er Evrópudeildin á fimmtudag og síðan Crystal Palace. Leikirnir eru að koma hratt að okkur, sem er gott. Ég er ekkert í skýjunum með þetta en þetta er í lagi.“

„Ég er ekki reiður strákunum en ég bara leyfi hlutunum ekkert að gerast í leikjum. Við fórum of djúpt aftur á völlinn og það komu upp fullt af stöðum þar sem við gátum varið boltann betur. Við þurfum að fyrirbyggja hlutina betur.“


Liverpool tekur næst á móti Atalanta í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar áður en það fær Crystal Palace í heimsókn næstu helgi.

„Við spilum næst gegn Atalanta á heimavelli, það verður erfiður leikur, en hann er á heimavelli og síðan tökum við annan leik á Anfield. Við eigum ekki marga heimaleiki eftir og það lið sem vinnur deildina í lok tímabils verður að eiga það skilið. Við erum í baráttunni og það er bara í fínasta lagi,“ sagði Klopp.

Liverpool er nú í öðru sæti deildarinnar með 71 stig, eins og Arsenal, en Lundúnaliðið er á toppnum þar sem það er með töluvert betri markatölu en lærisveinar Klopp.
Athugasemdir
banner
banner