Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leikjahæsti útileikmaður í sögu Bayern
Mynd: Getty Images
Thomas Müller, leikmaður Bayern München í Þýskalandi, náði merkilegu afreki í óvæntu 3-2 tapi liðsins gegn Heidenheim í þýsku deildinni í gær.

Müller var í byrjunarliði Bayern í leiknum en hann var þarna að spila 700. leik sinn fyrir félagið.

Hann er fyrsti útileikmaðurinn í sögunni til að ná þessum áfanga með Bayern.

Aðeins einn leikmaður hefur spilað fleiri leiki fyrir félagið en það er fyrrum markvörðurinn Sepp Maier, sem lék 709 leiki á átján ára ferli sínum.

Müller er samningsbundinn Bayern út næstu leiktíð og er það nánast öruggt að hann bæti metið. Það er alla vega ólíklegt að það gerist á þessu tímabili, en til þess að það sé mögulegt þarf Bayern að vinna Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner