Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Ísland spilar í Aachen á morgun - Tengingin til staðar
Icelandair
Marki fagnað í leiknum gegn Póllandi.
Marki fagnað í leiknum gegn Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson í baráttu við leikmann Alemannia Aachen. Allan Borgvardt horfir á úr fjarska.
Emil Hallfreðsson í baráttu við leikmann Alemannia Aachen. Allan Borgvardt horfir á úr fjarska.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Vonandi nær Ísland í góð úrslit á morgun.
Vonandi nær Ísland í góð úrslit á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun heldur áfram vegferð sinni að Evrópumótinu 2025 en núna er komið að líklega erfiðasta verkefninu í riðlinum þegar Þjóðverjar verða sóttir heim.

Stelpurnar okkar byrjuðu undankeppnina frábærlega síðastliðið föstudagskvöld er þær lögðu Pólland að velli, 3-0.

Núna er komið að Þýskalandi en stelpurnar eiga harma að hefna eftir tvö töp gegn Þjóðverjum í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Tapið í Þýskalandi var stórt og stelpurnar ætla að reyna að bæta upp fyrir það á morgun.

Íslenska liðið æfði á keppnisvellinum, Nýja Tivoli í Aachen, í morgun. Borgin er á landamærum Þýskalands og Hollands, en stelpurnar dvelja á flottu hóteli hinum megin við landamærin. Fótbolti.net er á staðnum og munu á eftir birtast viðtöl við landsliðsþjálfarann, sem og nokkra leikmenn úr liðinu.

Félagið skiptir borgina miklu
Alemannia Aachen er félagið sem fólkinu hér í þessari gömlu borg þykir vænt um. Það spilar heimaleiki sína á Nýja Tivoli og er félagið sem stendur í langefsta sæti í sinni svæðisdeild. Það hefur gengið vel í ár og borgarbúar sjá fram á að sjá liðið sitt í C-deild á næsta ári. Leigubílstjóri hér í borg sagði við undirritaðan fyrr í dag að hann sæi fleiri bros á vör þar sem liðinu gengur vel.

Það eru tengingar við Ísland hérna því FH mætti Alemannia Aachen í Evrópueinvígi árið 2004. Aachen komst þá í Evrópukeppnina þrátt fyrir að vera í B-deild. Félagið komst í úrslitaleik bikarsins og tapaði þar gegn Werder Bremen en komst sem silfurlið í Evrópukeppnina og mætti þar FH. Fimleikafélagið átti ekki mikinn möguleika og tapaði samanlagt 5-1.

Vísir bendir á það í áhugaverðri grein í dag að Aachen minnist þessa einvígis og þessa tímabils með hlýhug og hafi félagið skýrt einn af æfingavöllum sínum eftir heimabæ FH, Hafnarfirði.

Alemannia Aachen hefur ekki átt sjö dagana sæla á fótboltavellinum í mörg ár og fjárhagsvandræði leikið félagið grátt, en þetta Evrópuævintýri er eitthvað sem situr klárlega eftir. Og þar er tengingin við Ísland.

Völlurinn er með pláss fyrir rúmlega 30 þúsund manns en það væri ekki slæmt fyrir Ísland að ná sömu úrslitum og FH gerði hér um árið. Leikurinn heima endaði nefnilega 5-1 og seinni leikurinn í Aachen endaði markalaus.



Athugasemdir
banner
banner
banner