Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 20:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stefán Teitur tekinn af velli í hálfleik - Willem II missteig sig án Rúnars
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Stefán Teitur Þórðarson hefur verið heitur í undanförnum leikjum en hann spilaði aðeins fyrri hálfleikinn þegar Silkeborg gerði jafntefli gegn Bröndby í kvöld.


Bröndby komst yfir eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik en Silkeborg tókst að jafna metin áður en flautað var til leiksloka. Það er hörku toppbarátta í deildinni en Bröndby er á toppnum með 51 stig, jafnmörg stig og Midtjylland en FCK er í 3. sæti sex stigum á eftir.

Silkeborg er í 6. sæti með 29 stig.

Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki í leikmannahópi Hacken þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Djurgarden í 2. umferð efstu deildar í Svíþjóð.

Hacken var með 3-0 forystu þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en jöfnunarmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Hacken er því komið á blað eftir tap gegn Mjallby í fyrstu umferð.

Rúnar Þór Sigurgeirsson var ónotaður varamaður þegar Willem II gerði 1-1 jafntefli gegn Jong Utrecht í næst efstu deild í Hollandi. Willem II er með 70 stig á toppi deildarinnar, þremur stigum á undan Roda.


Athugasemdir
banner
banner
banner