Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk: Líður eins og við höfum tapað
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var sár og svekktur eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn erkifjendum þeirra í Manchester United á Old Trafford í gær.

Liverpool stjórnaði ferðinni í fyrri hálfleiknum og skapaði sér urmul af góðum færum. Luis Díaz skoraði úr einu þeirra en það kostaði liðið að hafa ekki nýtt fleiri.

Man Utd kom til baka í þeim síðari með mörkum frá Bruno Fernandes og Kobbie Mainoo, en undir lokin tókst Mohamed Salah að bjarga stigi með marki úr vítaspyrnu.

„Mér líður eins og við höfum tapað en aftur var þetta okkur að kenna. Við fengum svo mörg færi og áttum að gera út um þennan leik. Það var leiðinlegt með einstaklingsmistökin sem komu í kringum jöfnunarmarkið og við fengum svo mikinn tíma til að gera þetta rétt, en við flýttum okkur of mikið. Þegar við lendum 2-1 undir vorum við samt að skapa fullt,“ sagði Van Dijk við BBC.

„Við hefðum átt að komast í að minnsta kosti 2-0, en það er þannig í fótbolta að ef þú nærð ekki að klára færin þá gefur þú andstæðingnum þá tilfinningu að þeir geti komið til baka og það er nákvæmlega það sem gerðist.“

Jarell Quansah, félagi Van Dijk í vörninni, gerði slæm mistök í fyrra marki United, sem kom liðinu inn í leikinn. Hann átti slæma sendingu sem Bruno Fernandes komst inn í. Caoimhin Kelleher, markvörður Liverpool, stóð framarlega og lét því Fernandes vaða frá miðjuboganum, yfir Kelleher og í netið.

„Hann ætti ekki að láta það á sig fá. Allir þeir sem hafa átt feril í fótbolta hafa gert mistök og það eina sem hægt er að gera er að læra af þeim,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner