Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 10. apríl 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Dómarinn sló Haaland óvart í andlitið
Erling Braut Haaland var ekki sáttur
Erling Braut Haaland var ekki sáttur
Mynd: Getty Images
Franski dómarinn Francois Letexier sló óvart norska framherjann Erling Braut Haaland undir lok fyrri hálfleiks í leik Real Madrid og Manchester City í gærkvöldi.

Liðin buðu upp á háspennuleik þar sem Haaland var meira og minna týndur.

Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid, var algerlega með hann í vasanum.

Haaland var eflaust ekki sáttur með að fara 2-1 undir inn í hálfleikinn en skap hans batnaði nú ekkert sérlega þegar Letexier sló hann óvart í andlitið.

Letexier og Dani Carvajal, leikmaður Madrídingar, voru að spjalla saman og tók dómarinn ekki eftir Haaland í bak. Hann færði sig hratt í átt að Haaland sem endaði með því að hann sló þennan stóra og stæðilega sóknarmann í andlitið.

Svipurinn á Haaland segir eiginlega allt en hann var ekki par sáttur með þetta allt saman, þó það hafi verið óviljaverk.


Athugasemdir
banner
banner