Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 10. apríl 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Rodri: Ég þarf á hvíld að halda
Rodri í Meistaradeildarleik.
Rodri í Meistaradeildarleik.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Rodri viðurkennir að það sé þreyta í leikmannahópi Manchester City og ýjaði að því í viðtali eftir 3-3 jafnteflið gegn Real Madrid að menn gætu fengið hvíld á komandi vikum.

Manchester City á möguleika á að endurtaka leikinn frá síðasta tímabili og vinna þrennuna mögnuðu aftur.

Það var mikið tempó í leiknum í Madríd og skemmtanagildið í hæstu hæðum.

„Það er mikilvægt að hvílast. Þeir voru aðeins ferskari en við í fyrri hálfleik. Ég þarf á hvíld að halda," segir Rodri sem hefur spilað 3.498 mínútur fyrir City á tímabilinu, næst mest allra í hópnum. Aðeins Phil Foden (3.560) hefur spilað meira.

Mikið hefur verið fjallað um það gríðarlega álag sem er á fremstu fótboltamönnum heims í dag. En það er peningurinn sem ræður mestu. Fleiri mót og fleiri leikir þýðir meiri peningur í kassann.
Athugasemdir
banner
banner