Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 10. apríl 2024 07:40
Brynjar Ingi Erluson
Umdeildur dómur á Emirates - „Áhyggjuefni að hann hafi ekki dæmt vítaspyrnu“
Rétt áður en Saka fór niður.
Rétt áður en Saka fór niður.
Mynd: Getty Images
Umdeilt atvik átti sér stað í leik Arsenal og Bayern München í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Bukayo Saka var kominn á ferðina og mætti þar Manuel Neuer, markverði Bayern.

Englendingurinn keyrði inn í Neuer og féll síðan í kjölfarið í grasið en atvikið átti sér stað inn í teig.

VAR skoðaði atvikið og var sú ákvörðun tekin að dæma ekki vítaspyrnu. Saka virðist sparka í Neuer. Af endursýningu að dæma er erfitt að meta þetta, en snertingin var augljóslega til staðar en hvort það hafi spilað rullu í ákvörðuninni að Saka hafi fleygt sér inn í Neuer til að fiska víti fær að liggja á milli hluta.

Saka var brjálaður þegar dómarinn greindi frá niðurstöðu sinni og elti hann út um allan völl. Rio Ferdinand og Martin Keown voru spekingar hjá TNT Sports og eru 100 prósent á því að þetta hafi verið vítaspyrna.

„Manuel Neuer skilur löppina eftir úti og hann verður bara að dæma víti. VAR verður að senda hann til að skoða atvikið því þetta er svo stór ákvörðun í svona leik. Það er svo mikið undir,“ sagði Ferdinand.

Arsenal-goðsögnin Martin Keown var sammála Ferdinand.

„Mér finnst það vera mikið áhyggjuefni að hann hafi ekki gefið víti,“ sagði Keown.

Það var önnur umdeild ákvörðun í leiknum. Arsenal átti markspyrnu og sendi David Raya, markvörður Arsenal, á Gabriel sem tók boltann upp með höndum og stillti honum upp. Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, segir að boltinn hafi verið í leik þegar Raya sendi á Gabriel og átti dómarinn að hafa viðurkennt það í samtali við Tuchel.

Atvikið með Saka má sjá hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner