Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 10. apríl 2024 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi telur PSG enn vera sigurstranglegra liðið
Mynd: EPA
Xavi stýrði Barcelona til glæsilegs sigurs á útivelli gegn franska stórveldinu PSG í kvöld og var kátur að leikslokum.

Hann telur PSG áfram vera líklegra liðið til að komast áfram í næstu umferð þrátt fyrir sigur Börsunga í París.

„Þetta var gríðarlega stór sigur á erfiðum útivelli. Við spiluðum vel í kvöld, við vörðumst vel, við sóttum vel og strákarnir spiluðu taktíkina okkar mjög vel. Við höfðum góðar gætur á Mbappé og sköpuðum mikið af færum til að skora," sagði Xavi að leikslokum.

„Raphinha og Lewandowski gerðu gæfumuninn að leikslokum og Pedri hjálpaði okkur ótrúlega mikið með innkomu sinni af bekknum. Við erum glaðir í kvöld en við áttum okkur á að þetta er bara hálfleikur, seinni leikurinn verður mjög erfiður. PSG er eitt af bestu liðum í heimi þessa stundina. Ég tel PSG ennþá vera sigurstranglegra liðið í þessari viðureign þó að við séum í góðri stöðu eftir sigurinn."

Xavi tefldi fram tveimur táningum í byrjunarliðinu í kvöld, þar sem hinn 16 ára Lamine Yamal byrjaði úti á hægri kanti og Pau Cubarsi í hjarta varnarinnar. Þeir stóðu sig báðir feykilega vel og áttu stóran þátt í sigrinum.

„Ég get ekki verið annað en stoltur af ungu strákunum, þeir eru að standa sig virkilega vel. Þeir eiga eftir að vera mikilvægir fyrir framtíð Barca."
Athugasemdir
banner
banner