Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Rico snýr aftur til æfinga eftir að hafa verið heppinn að sleppa lifandi
Sergio Rico.
Sergio Rico.
Mynd: EPA
Í maí í fyrra varð Sergio Rico markvörður Paris Saint-Germain fyrir hræðilegum höfuðmeiðslum eftir að hann féll af hestbaki. Hann gekkst undir aðgerð á heila, var 36 daga á gjörgæsludeild og þar af 19 þar sem honum var haldið sofandi.

Hann hefur verið á ótrúlegum batavegi síðan en læknar töldu hann stálheppinn að hafa lifað slysið af.

Diario AS greinir frá því að spænski markvörðurinn hafi staðist læknisskoðun hjá PSG og sé mjög nálægt því að snúa aftur til æfinga. Meðal þess sem var skoðað er hjarta- og æðakerfið, taugagetan og hálshryggjarliðirnir. Allt kom vel út.

Rico, sem er þrítugur, þarf ekki að vera með hjálm þegar hann snýr aftur og er það gott dæmi um hversu góður bati hans hefur verið.
Athugasemdir
banner
banner