Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 14. apríl 2024 15:45
Elvar Geir Magnússon
Robertson: Fengum nægilega mörg færi til að vinna þrjá leiki
Andy Robertson.
Andy Robertson.
Mynd: Getty Images
Oliver Glasner.
Oliver Glasner.
Mynd: EPA
Síðustu leikir hafa verið erfiðir fyrir Liverpool og liðið missteig sig hrapallega í titilbaráttunni í dag þegar það tapaði gegn Crystal Palace á Anfield.

Andy Robertson varnarmaður Liverpool var spurður út í slappt gengi liðsins í síðustu leikjum.

„Þetta hefur verið sagan í gegnum síðustu leikjum og okkur hefur verið refsað í þeim leikjum. Við erum ekki að ná að halda markinu hreinu um þessar mundir," segir Robertson.

„Það eru ekki margir leikir að undanförnu þar sem við höfum náð að halda hreinu. Þegar staðan er þannig verðum við að nýta tækifærin okkar. Svo einfalt er það."

„Menn þurfa að gera betur fyrir framan mark andstæðingana. Varnarlega þurfum við líka að gera betur. Þetta var mjög pirrandi í dag, það fóru svo mörg færi forörðum. Í fyrri hálfleik vorum við slakir og þeir hefðu getað verið með stærri forystu í hálfleik. Í seinni hálfleik fengum við nægilega mörg tækifæri til að vinna þrjá leiki."

Liverpool er í þriðja sæti eftir tapið í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner