Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 15. apríl 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Toney orðaður við Man Utd
Mynd: Getty Images
Enska blaðið Mirror orðar enska landsliðsmanninn Ivan Toney við Manchester United en félagið er nú sagt í bílstjórasætinu um leikmanninn.

Toney, sem er 28 ára gamall, verður líklega seldur frá Brentford í sumar, en hann er að fara inn í síðasta samningsár sitt hjá félaginu og vill það ekki missa hann á frjálsri sölu á næsta ári.

Arsenal og Chelsea höfðu mikinn áhuga á að fá hann í janúar en áhugi þeirra hefur farið minnkandi síðustu mánuði.

Samkvæmt ensku miðlunum hefur Arsenal ákveðið að snúa sér að Benjamin Sesko hjá RB Leipzig og Viktor Gyökeres hjá Sporting Lisbon.

Mirror segir að Manchester United hafi mikinn áhuga á fá Toney í sumar. Sir Jim Ratcliffe eignaðist 27,7 prósent hlut í United í febrúar og mun hann stýra endurbyggingu liðsins í sumar.

Talið er að Brentford vilji fá um 40 til 50 milljónir punda fyrir Toney.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri vel til í að fá annan framherja inn í sumar þrátt fyrir að hafa keypt Rasmus Höjlund fyrir 72 milljónir punda síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner