Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   þri 18. október 2016 10:45
Elvar Geir Magnússon
Veigar Páll í FH (Staðfest)
Frá undirskrift Veigars við FH í dag.
Frá undirskrift Veigars við FH í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn reynslumikli Veigar Páll Gunnarsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH frá Stjörnunni en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Kaplakrikanum.

Veigar verður 37 ára þegar Pepsi-deildin fer af stað á næsta ári en hann átti ekki fast sæti í byrjunarliði Stjörnunnar í sumar. Hann skoraði fimm mörk í sautján leikjum fyrir Garðbæinga.

Veigar er uppalinn Stjörnumaður en hann hefur leikið fyrir liðið síðan hann kom úr atvinnumennskunni 2013.

Í atvinnumennskunni lék hann lengst með Stabæk í Noregi og skoraði ófá mörk fyrir félagið. Hann hefur leikið 34 A-landsleiki fyrir Ísland á árunum 2001-2011 og skoraði hann sex mörk.

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir það mikil gleðitíðindi að „hafa náð í einn besta leikmann landsins" eins og hann orðaði það.

Veigar mun einnig aðstoða við þjálfun yngri iðkenda hjá FH en samningurinn við hann er til eins árs.

Viðtal við Veigar birtist hér á Fótbolta.net á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner