Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   fim 19. október 2017 22:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Rakel Hönnu: Þær eru ekki ósigrandi
Rakel er búin að æfa með 2. flokki karla eftir að tímabilinu heima lauk
Rakel er búin að æfa með 2. flokki karla eftir að tímabilinu heima lauk
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Fótbolti.net náði tali af Rakel Hönnudóttur síðdegis í gær og spjallaði við hana um komandi leiki gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins.

„Ég veit minna um tékkneska liðið en ég veit að þær eru á mikilli uppleið og eru með frábært lið. Ég hef spilað við Þýskaland nokkrum sinnum. Þær eru mjög góðar. Með mikla sögu og mjög gott lið. Þetta gætu orðið ólíkir leikir,“ sagði Rakel.

Hún hefur spilað nokkra leiki gegn Þýskalandi og við spurðum hana hvort eitthvað einkenndi þær viðureignir.

„Ég hef spilað við þær 4-5 sinnum og man eftir miklum varnarleik og fáum tækifærum hjá okkur fram á við. Við þurfum að nýta þau tækifæri sem við fáum í leiknum,“ svaraði Rakel sem fylgdist vel með Þjóðverjum sem og öðrum liðum á Evrópumótinu í sumar.

„Ég fylgdist með öllum liðum á Evrópumótinu og horfði á flesta leiki. Þar á meðal þennan fræga leik á móti Dönum þar sem þær duttu út þannig að við sjáum að þær eru ekki ósigrandi.“

Síðan keppni í Pepsi-deildinni lauk hefur Rakel haldið sér í formi með því að æfa með 2.flokki karla.

„Ég var svolítið stíf í náranum eftir tímabilið þannig að ég var með hjólaprógram og allskonar svoleiðis fyrst en fór svo að æfa með 2. flokki karla. Það var mjög skemmtilegt. Þeir eru mjög góðir í fótbolta þannig að þetta var mjög gott fyrir okkur.“

Nánar er rætt við Rakel í spilaranum hér að ofan en hún kemur meðal annars inn á dægrastyttingu leikmanna í landsliðsferðum og áhuga heimamanna fyrir leiknum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner