Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 16:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Svör Hareide á fundinum - „Ef ég hefði það, þá væri ég í öðru starfi"
Icelandair
'Mér finnst þetta vera 50-50 um að komast í úrslitin.'
'Mér finnst þetta vera 50-50 um að komast í úrslitin.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er mjög ánægður að hann sé kominn aftur og vonandi sjáum við það besta frá Alberti á morgun'
'Ég er mjög ánægður að hann sé kominn aftur og vonandi sjáum við það besta frá Alberti á morgun'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég var ánægður með það því þeir þurfa á reynslunni að halda að spila leiki. Það er leiðin til að verða betri í fótbolta. Þú verður ekki betri með því að sitja á bekknum.'
'Ég var ánægður með það því þeir þurfa á reynslunni að halda að spila leiki. Það er leiðin til að verða betri í fótbolta. Þú verður ekki betri með því að sitja á bekknum.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætti Ísrael í síðustu Þjóðadeild. Báðir leikir enduðu með jafntefli. - 'Það er miður að staðan er eins og hún er.'
Ísland mætti Ísrael í síðustu Þjóðadeild. Báðir leikir enduðu með jafntefli. - 'Það er miður að staðan er eins og hún er.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ef ég hefði það, þá væri ég í öðru starfi'
'Ef ég hefði það, þá væri ég í öðru starfi'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hér að neðan má lesa allt það sem kom fram á fréttamannafundi íslenska liðsins í dag. Á morgun mætir íslenska liðið því ísraelska í leik þar sem sigurvegarinn fer í úrslitaleik um sæti á EM.

Landsliðsþjálfarinn,Age Hareide og Jóhanns Bergs Guðmundsson, fyrirliði liðsins, sátu fyrir svörum.

Mikilvægt að taka þátt í kapphlaupinu
Landsliðsþjálfarinn var spurður á fréttamannafundi í dag hvort hann teldi íslenska liðið í dag enn vera á meðal 24 bestu liða Evrópu. Spurningin kom í kjölfarið á svari sem tengdist íslenska liðinu á þeim árum þar sem liðið komst á stórmót.

„Það er erfitt að segja, margar þjóðir í Evrópu eru að taka framförum, margar smærri þjóðir eru að gera nokkuð vel. Það er mikilvægt að taka þátt í því kapphlaupi, Ísland og Ísrael vilja skora á stóru þjóðirnar fótboltalega. Stórar þjóðir lenda líka í niðursveiflum. Ég held að kynslóðaskipti séu oft erfiðari hjá smærri þjóðum. Það er ekki sama úrvalið af leikmönnum. Þú treystir á góða kynslóð af leikmönnum svo að landsliðið sé gott," sagði Hareide.

Væri þá í öðru starfi
Hvað er það við ísraelska liðið sem þú hefur mestar áhyggjur af?

„Ég er venjulega ekki með áhyggjur af neinu liði sem við mætum. Ef ég hefði það, þá væri ég í öðru starfi," sagði þjálfarinn.

Sama pressan á báðum liðum
Er minni pressa á þér en þjálfara ísraelska liðsins?

„Nei, það er pressa á báðum liðum. Þetta er tækifæri fyrir bæði lið, 90 mínútur, undanúrslit og úrslitin bíða. Pressan er sú sama. Ég held að það sé ekki meiri pressa á þeim. Ég held að bæði lið telji sig klár í leikinn og vonast eftir góðum leik."

Helmingslíkur á morgun - Erfiður leikur gegn Úkraínu
Hvernig metur þú líkurnar á að komast í úrslit og mögulega á EM?

„Mér finnst þetta vera 50-50 um að komast í úrslitin. Það var jafnt síðast þegar liðin mættust og ég held að þetta verði jafn leikur á morgun. Ég held að Úkraína vinni Bosníu, Úkraína átti mjög góðan leik gegn Ítalíu í lokaleik undankeppninnar. Sama hvort liðið mætir Úkraínu þá verður sá leikur mjög erfiður."

Engin alvarleg meiðsli
Hvernig er hópurinn, eru allir klárir í að byrja á morgun?

„Það eru alltaf smá högg sem einhverjir glíma við eftir að hafa spilað um helgina, eitthvað smávægilegt, ekkert alvarlegt."

Pólitíkusar þurfa að taka þær ákvarðanir
Var möguleiki á því að spila ekki við Ísrael, var sá möguleiki ræddur?

„Nei, við höfum ekki rætt um það. UEFA og pólitíkusarnir í fótboltanum þurfa að taka ákvörðun um svona hluti og halda íþróttamönnunum og þjálfaranum fyrir utan það því við erum fótboltamenn og höfum ekki áhrif á það sem pólitíkusarnir gera."

Hefur samúð með ísraelsku leikmönnunum
Hefurðu samúð með leikmönnum og starfsliði ísraelska liðsins vegna stöðunnar?

„Algjörlega, það er miður að staðan er eins og hún er. Liðin frá Ísrael sem léku í Evrópu þurftu að spila heimaleikina utan Ísraels. Fótbolti á að vera sanngjarn. Þeir voru dregnir á heimavelli en fá ekki að spila þar."

„Já, mér hefði fundist í lagi að spila í Ísrael ef það hefði verið gefið leyfi fyrir því."


Mikilvægt fyrir yngri leikmenn að spila
Það eru nokkrir leikmenn í liðinu núna sem hafa spilað mikið með sínum félagsliðum, það hlýtur að vera gott því staðan hefur ekki alltaf verið þannig.

„Að undanförnu hafa fleiri og fleiri verið að spila hjá sínum félagsliðum og ég er mjög ánægður með það. Fyrr í vetur þá voru sumir af yngri leikmönnunum á bekknum en komu inn undir lokin. Ég var ánægður með það því þeir þurfa á reynslunni að halda að spila leiki. Það er leiðin til að verða betri í fótbolta. Þú verður ekki betri með því að sitja á bekknum. Það skiptir ekki jafn miklu máli fyrir þá reyndari sem hafa verið lengur í boltanum."

Sérð það á morgun
Albert Guðmundsson er kominn aftur í hópinn, einn af betri leikmönnum Serie A. Fer hann beint í byrjunarliðið?

„Þú sérð það væntanlega á morgun, það er eina svarið sem ég get gefið. Það er rétt að hann hefur spilað vel á Ítalíu og allir vita að það er ein besta deildin í Evrópu, þar eru erfiðir varnarmenn. Ég er mjög ánægður að hann sé kominn aftur og vonandi sjáum við það besta frá Alberti á morgun," sagði Hareide að lokum.

Tengdar fréttir:
Athugasemdir
banner