Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 12:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
„Komnir öðruvísi leikmenn inn í hópinn"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er erfitt að svara því hversu mikið liðið hefur breyst frá því að liðið fór á stórmótin, ég hef bara verið hér í eitt ár," sagði Age Hareide á fréttamannafundi þegar beðið var um samanburð á liðinu í dag og því sem fór á stórmótin 2016 og 2018.

Karlalandsliðið er í séns að komast inn á sitt þriðja stórmót. Liðið spilar umspilsleik við Ísrael á morgun og sigurvegarinn í þeim leik fer í úrslitaleik um sæti á EM.

„Íslenska liðið átti mjög góðu gengu að fagna á þessum árum, margir reynslumiklir leikmenn. Það hafa orðið breytingar, reynslumiklir leikmenn eru ekki hér lengur."

„Við verðum að halda í stílinn, íslenska liðið var sterkt varnarlega og nýtti tækifærin sín með boltann. Það eru komnir öðruvísi leikmenn inn í hópinn úr yngri landsliðinum. Meira af sóknarsinnuðum leikmönnum."

„Það eru reynslumiklir leikmenn farnir úr varnarlínunni, en það eru nokkrir reynslumiklir leikmenn eftir. Jóhann er einn þeirra,"
sagði Hareide og horfði á fyrirliða liðsins sem sat við hlið hans.

„Við verðum að aðlagast fótboltanum eins og hann er núna. Þetta snýst mikið um tækni, snerpu og það er meiri hraði í leiknum. Það er munurinn og mér finnst Ísland vera að þróast í að vera lið sem getur haldið lengur í boltann og spilað fótbolta eins og allir vilja spila fótbolta."

„Auðvitað viljum við halda í þau; íslensku gildin sem hafa tryggt Íslandi góð úrslit,"
sagði sá norski.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner