Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 23. janúar 2017 20:00
Kristófer Kristjánsson
Leicester hafnar tilboði í Ulloa
Ulloa skoraði mikilvæg mörk er Leicester varð meistari á síðustu leiktið.
Ulloa skoraði mikilvæg mörk er Leicester varð meistari á síðustu leiktið.
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Leicester City hafa hafnað tilboði upp á 1.7 milljónir punda frá spænska félaginu Alaves í framherja sinn, Leonardo Ulloa.

Ulloa bað formlega um að vera seldur í síðustu viku en Leicester vill fá meira fyrir þrítuga Argentínumanninn.

Hann hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann spilaði 29 leiki er Leicester kom heiminum á óvart með að verða Englandsmeistari á síðustu leiktíð.

Ulloa er aðeins með 18 mánuði eftir af samningi sínum við Leicester og hafnaði félagið níu milljón punda boði frá Swansea í sumar og vill Claudio Ranieri, þjálfari Leicester ólmur halda honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner