Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 26. nóvember 2015 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Meulensteen: Sóknarleikur United er of stífur
Mynd: Getty Images
Rene Meulensteen, sem var partur af þjálfarateymi Manchester United á tímum Sir Alex Ferguson, er einn af mörgum sem gagnrýnir leikstíl liðsins undir stjórn Louis van Gaal.

Leikstíllinn snúist of mikið um að halda boltanum og leikmenn virðast ekki þora að taka áhættur með sendingum fram völlinn.

„Stífur er orðið sem mér finnst lýsa sóknarleiknum undir stjórn Van Gaal sem best," sagði Meulensteen samkvæmt BBC.

„Í stað þess að taka smá áhættu og spila boltanum fram er eins og leikmenn liðsins vilji frekar senda boltann til baka eða á næsta mann.

„Það er eins og skilaboðin séu þau að það sé betra að halda boltanum frekar en að reyna að skapa hættulegt færi með sendingu sem fylgir smá áhætta, þannig er sóknarleikurinn orðinn stífur.

„Þegar Sir Alex Ferguson var við stjórn var leikstíllinn skýr en við gáfum leikmönnum alltaf fullt leyfi til að láta sköpunargleðina njóta sín."


Paul Scholes er meðal þeirra sem er sammála Meulensteen og hefur talað um að það vanti sköpunargleði og áhættu í sóknarleik Rauðu djöflanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner