Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 28. júlí 2014 10:15
Arnar Daði Arnarsson
Gylfi Orra: Samkvæmt lögum er þetta óbein aukaspyrna
Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar.
Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Alvar dæmdi leik Keflavíkur og Vals.
Vilhjálmur Alvar dæmdi leik Keflavíkur og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga hélt því fram í viðtölum eftir 2-1 tap sinna manna gegn Val í gærkvöldi að fyrsta mark Vals hafði aldrei átt að standa.

Valsmenn tóku hornspyrnu sem Vilhjálmur Alvar dómari leiksins lét þá endurtaka eftir að Magnús Már Lúðvíksson hafði tekið hornspyrnuna og leikið honum áfram. Svokölluð "Rooney-útgáfa. Valsmenn telja líklega að annar leikmaður Vals hafði snert boltann á undan.

,,Ef hann lék boltanum tvisvar sinnum eða oftar eftir hornspyrnuna þá er það auðvitað óbein aukaspyrna. Alveg eins og þú tekur aukapyrnu og leikur boltanum aftur, þá eiga andstæðingarnir að fá óbeina aukaspyrnu," segir Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar og fyrrum dómari aðspurður út í atvikið. Hafa skal það í huga að Gylfi er ekki enn búinn að sjá atvikið og sást það ekki í Pepsi-mörkunum hvort einhver Valsari hafi snert boltann fyrst.

,,Það er síðan þessi feluleikur. Það er spurning hvort það sé talið vera íþróttamannleg framkoma að taka hornspyrnu með þessum hætti. Samkvæmt lögunum gengur það upp að einhver laumar sér og stillir upp boltanum og rekur síðan tánna í boltann og þykist ekki hafa tekið spyrnuna. Síðan kemur næsti maður og rekur boltann áfram. Strangt til tekið hefur dómarinn það í valdi sínu að láta þetta ekki ganga, telji hann þetta vera óíþróttamannleg framkoma. Þar af leiðandi getur hann látið endurtaka spyrnuna," sagði Gylfi sem er ekki hrifin af svona hátterni.

,,Þetta eru hálf kjánalegar aðferðir þegar menn standa í svona löguðu. Eflaust segja Valsmenn að annar leikmaður hafi verið búinn að taka spyrnuna. Ef Vilhjálmur hefur séð það þá hefur hann talið þetta vera óíþróttamannleg framkoma og sagt þeim að endurtaka spyrnuna. Ef hann hefur ekki séð manninn pikka í boltann og síðan séð Magga sparka boltanum tvisvar þá hefði hann átt að dæma óbeina aukaspyrnu."

,,Það er ekki ólöglegt að taka svona spyrnu. Sumir dómarar leyfa þetta og aðrir ekki. Þetta er spurning hvort dómarinn telji þetta vera drengilegt eða ekki. Sumum finnst þetta voða sniðugt og öðrum finnst þetta ekki jafn sniðugt," sagð Gylfi Orra að lokum. Það er margt ef og hefði í þessu enda erfitt að dæma um atvik sem maður hefur ekki séð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner