Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 29. mars 2024 16:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Tipsbladet.dk 
FH sagt greiða um 2 milljónir fyrir Ísak
Ísak Óli hitar upp í leik FH og Stjörnunnar í Garðabænum í dag.
Ísak Óli hitar upp í leik FH og Stjörnunnar í Garðabænum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísak Óli Ólafsson er að öllum líkindum á leið til FH en Fótbolti.net greindi frá því í gær að hann væri að æfa með liðinu.


Ísak Óli er samningsbundinn danska félaginu Esbjerg en danski miðillinn Tipsbladet greindi frá því í dag að hann muni ganga til liðs við FH fyrir 100 þúsund danskar krónur eða um tvær milljónir íslenskra króna.

Esbjerg er á toppi dönsku C-deildarinnar og er á góðri leið að tryggja sér sæti í B-deildinni á næstu leiktíð. Ísak var ekki í stóru hlutverki hjá félaginu eftir vetrarfrí.

Þessi 23 ára gamli varnarmaður er uppalinn Keflvíkingur en hann gekk til liðs við Sonderjyske árið 2019 en var á láni hjá Keflavík árið 2021 áður en hann gekk til liðs við Esbjerg.


Athugasemdir
banner
banner
banner