Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 29. mars 2024 16:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðar Örn stefnir áfram á atvinnumennsku - „Held að þetta sé frábær lending"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: KA

Viðar Örn Kjartansson skrifaði undir samning við KA í dag og mun spila með liðinu í Bestu deildinni í sumar en tímabilið hefst um næstu helgi.


Viðar Örn verður í viðtali í Útvarpsþætti Fótbolta.net á morgun.

„Þetta var stuttur aðdragandi. Ég ætlaði að fara spila úti, það komu tilboð hvaðanæva úr heiminum en þau voru ekki nógu spennandi, metnaðurinn minn er ennþá úti," sagði Viðar Örn.

„Ég fór að hugsa með mér hvort það væri ekki sniðugt að taka slaginn hérna á Íslandi. Svo kom þetta upp með KA fyrir stuttu og ég ákvað að stökkva á það. Ég held að þetta sé frábær lending."

Viðar segir að stefnan sé ennþá að fara út í atvinnumennsku og mörg tilboð hafi verið á borðinu en hafi ekki verið nógu spennandi. Hann er staðráðinn í að sanna sig með KA.

„Það er alltaf í undirmeðvitundinni að fara út. Fyrst og fremst einbeiti ég mér að KA, það eru spennandi hlutir í gangi hér. Formið á mér er ekki alslæmt, ég hef bara ekki spilað fótbolta lengi. Ég reikna ekki með flugeldasýningu frá mér fyrstu tvo til þrjá leikina. Ég hef verið í liðum þar sem undirbúningstímabilið er 2-3 vikur, ég reyni að krafti að vera klár í fyrsta leik," sagði Viðar.

Koma Viðars í íslenska boltann hefur vakið gríðarlega athygli en hann er ekki hræddur við pressuna sem því fylgir.

„Maður er vanur því síðustu tíu árin og að sjálfsögðu er það ennþá meira þegar maður kemur til Íslands. Mér finnst þetta frekar spennandi og mér finndist skrítið ef það væri ekki þannig. Fótboltinn er þannig íþrótt, þú ert annað hvort hetja eða auli. Ég set pressu á sjálfan mig, ég er að koma hingað og ætla gera góða hluti," sagði Viðar.

Viðtalið við Viðar verður spilað í heild sinni í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á morgun laugardag en þátturinn er á sínum stað milli 12 og 14.


Athugasemdir
banner
banner