Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   þri 26. mars 2024 23:12
Elvar Geir Magnússon
Wroclaw
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Icelandair
Jói skýtur að marki í leiknum í kvöld.
Jói skýtur að marki í leiknum í kvöld.
Mynd: Mummi Lú
„Það er erfitt að kyngja þessu og sérstaklega því við erum 1-0 yfir í hálfleik og eigum á 45 mínútur eftir," sagði Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands eftir 2-1 tap gegn Úkraínu í umspili um sæti á EM 2024 í kvöld.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

„Við fáum á okkur léleg mörk og það er erfitt að kyngja þessu. Við féllum ansi aftarlega á völlinn, auðvitað reyndum við að verjast en héldum ekki nógu vel í boltann. Það er erfitt að halda þannig út í 90 mínútur en það er samt grátlegt þegar við erum svona nálægt þessu að fá á sig tvö mörk og ná ekki á EM."

„Við bjuggumst auðvitað við því að það kæmi kraftur hjá þeim 1-0 undir og þannig séð á heimavelli. Við komumst í gegnum það og það var erfitt að fá jöfnunarmarkið á sig. Svo var hræðilegt að fá annað markið á sig og þá verð þetta erfitt."

Hvað fór úrskeiðis í mörkunum?

„Fyrra markið er skyndisókn hjá þeim og hann nær að komast á vinstri fótinn og kláraði það nokkuð vel. Við eigum að geta varist þessu en svona er fótboltinn stundum. Í seinna markinu er hann einhvern veginn aleinn fyrir utan og ég fer út og reyni að hjálpa Jóni Degi en þá er Mudryk mættur inn á miðjuna og klárar þetta. Auðvitað erum við með nóg af mönnum þarna til að verjast þessu en gerum það ekki."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan en þegar Jóhann var spurður út í tvö Evrópumót í röð sem við missum af á sárgrætilegan hátt sagði hann.

„Já í bæði skiptin komnir 1-0 yfir og ansi stutt frá þessu. Það er gríðarlega erfitt að taka þessu en svona er fótboltinn, það er næsta mót og reyna að koma sér þangað."<>/i>
Athugasemdir
banner
banner
banner