Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 29. október 2015 11:00
Elvar Geir Magnússon
Hádegismatur í Frakklandi varð til þess að Katar fékk HM
HM 2022 verður í Katar.
HM 2022 verður í Katar.
Mynd: Getty Images
Sepp Blatter viðurkennir að það hafi verið planið hjá FIFA að halda HM í Rússlandi 2018 og í Bandaríkjunum fjórum árum seinna áður en kosið var um hvar halda ætti keppnirnar.

Blatter er í banni sem forseti FIFA en hann segir að Michel Platini, forseti UEFA, hafi skyndilega ákveðið að kjósa með því að halda mótið 2022 í Katar og það hafi öllu breytt.

Blatter var í viðtali við rússneskan fjölmiðil og sagði að Rússland hafi verið talinn besti kosturinn fyrir 2018 þar sem mótið hefur aldrei verið haldið í þessu valdamikla landi. Hugmyndin var svo að halda til Bandaríkjanna.

Hlutirnir tóku hinsvegar óvænta stefnu í hádegismat í Frakklandi þar sem saman voru komnir prinsinn af Katar, Platini og Nicolas Sarkozy sem var þá forseti Frakklands.

„Ef allt hefði farið eftir áætlun værum við bara að tala um HM 2018 í Rússlandi en ekki nein vandamál innan FIFA," segir Blatter en FIFA er undir viðamikilli rannsókn vegna víðtækra spillingamála.

Kosið verður um nýjan forseta FIFA eftir áramót en Michel Platini er meðal þeirra sem sækjast eftir forsetastólnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner